Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 14

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 14
14 „Ég er vestan af Tálknafirði og byrjaði þar á sjó á snurvoð og á togaranum Tálknfirðingi. Maður var á sjó á sumrin og milli skóla, en ég kláraði stúdentspróf frá Menntaskólanum á Ísafirði áður en ég fór í Stýrimannaskólann. Ég bjó svo fyrir vestan þar til ég réð mig á Hrafn Sveinbjarnarson. Ég og Binni yfirvélstjóri erum að klára 28. árið þar núna um áramótin. Við fórum um borð þegar Þor- björn í Grindavík keypti skipið frá Hrísey, en þá hét það Snæfell,“ segir Sigurður Jónsson, skipstjóri á Þorbjarnartogaranum Hrafni Sveinbjarnarsyni GK 255. „Ég kláraði skólann árið 1989 og réði mig þá um borð um áramótin. Við hjónin ætluðum alltaf að flytja til Grindavíkur. Í desember þetta ár var ég á Tálknfirðingi einhvers staðar úti á sjó og við sáum Snæfell. Ég horfði á hann og sagði; á frysti- togara fer ég aldrei. Það stóð ekki lengi. Rétt fyrir jólin, þegar Þorbjörn kaupir skipið, var ég að fara með vini mínum með 30 tonna bát suður til Reykjavíkur frá Ísafirði, og fréttin kemur í loftið. Þá voru engir farsímar og það var tengdapabbi minn, Pét- ur Vilbergsson, sem frétti af þessum kaupum og að þeir væru að ráða mannskap. Hann hringdi í Fanney konuna mína og hún eiginlega réði mig. „Við erum að fara suður um áramót- in Siggi,“ sagði hún. Hefði ekki getað fengið betri kennara „Þetta var góð ákvörðun eins og svo margar sem eru teknar í skyndi, að hrökkva eða stökkva. Ég byrjaði svo sem bátsmaður um áramótin. Strax um sumarið er ég svo orðinn annar stýri- maður og byrjaður að leysa af. Ég var alltaf með Hilmari Helga- syni og hefði ekki getað fengið betri kennara. Hann var einstak- ur í þeim efnum og hann hefur kennt mér nánast allt sem ég kann. Kristinn Gestsson, sem lengi var með Þerney, var þarna líka, eftir að Aðalvíkin, sem hann hafði verið með, var seld. Hann var með okkur nokkur ár, en fór svo á Snorra Sturluson og síðan Þerneyna. Þegar hann fór varð ég fast- ur stýrimaður og byrjaði að leysa af sem skipstjóri innan við þrítugt. Þetta er orðinn langur tími en skemmtilegur. Í dag er þetta orðið gjörólíkt því sem var, þegar maður byrjaði. Að vera kominn í þetta kerfi þar sem róið er einn túr og annar í frí, í staðinn fyrir það þegar menn voru að róa jafnvel fimm eða sex túra í beit,“ segir Sig- urður. Það besta sem völ er á Við förum svo yfir í fiskveiði- stjórnunina. „Auðvitað man maður eftir því þegar maður byrjaði á sjó í frystingunni að það var minna af fiski. Með auk- inni tækni er minni tími sem fer til spillis við veiðarnar og þær eru orðnar markvissari. Í raun- inni sé ég báðar hliðar á fisk- veiðistjórnunni, því ég er að byrja þegar kvótakerfið kemur. Þegar ég var á Tálknfirðingi vor- um við í þessu sóknarmarki og er svo kominn í brúna þegar kvótakerfið kemur. Það er alveg klárt að kvótakerfið er miklu betra en sú veiðistjórnun sem var áður var við lýði. Kerfið er það besta sem völ er á, þó sníða megi af því einhverja vankanta. Það er ekkert fullkomið, en þetta er það besta sem er í boði. Ég hef séð hvernig um- gengnin um auðlinda var áður og hvernig hún er núna. Það er eins og svart og hvítt. Brottkast hefur verið í umræðunni síð- ustu daga enda er umgengnin um auðlindina aðalatriðið. Þetta er ævistarfið manns og þess vegna umgengst maður auðlindina af virðingu. Það hefur komið fram hjá Hafró að mælt brottkast er mjög lítið og hefur minnkað verulega. Það er kvótakerfinu að miklu leyti að þakka að brottkast er ekki mikið. Með aukinni samþjöppun hafa skip- in meiri heimildir og lenda síður í því að fá afla sem ekki eru heimildir fyrir. Það er grundvall- aratriði að ganga vel um auð- lindina og á frystitogurum er skipstjórinn í rauninni helsta gæðavandamálið. Þegar þú ert að fiska, eins og í síðasta túr hjá okkur, um þúsund tonn, þá eru það oft á tíðum strákarnir niðri sem segja manni hvenær mað- ur má hífa, hvort vinnslan hefur undan eða hvort vantar fisk. Þá er það mitt að gæta þess að allt gangi upp. Ef maður tekur of mikið, er maður farinn að tefja vinnsluna og fá lakari gæði út úr henni. Þá er svo margt sem hefur verið að gerast síðustu 10 til 15 árin með tengingu milli fram- leiðandans og kaupandans. Við erum búnir að framleiða í 15 ár fyrir sömu Fish&Chips veitinga- staðakeðjuna, sem er komin með yfir 40 staði í London og svæðinu þar um kring. Þeir kaupa bara af Þorbirni, Júlíusi Geirmundssyni og ákveðnum skipum. Þetta hefur breytt svo miklu um gæðavitund okkar. Gæðin eru bara orðin alveg ein- stök, mun betri en fyrstu árin.“ Skipstjóri og frystihússtjóri Sigurður segir að skipstjóri á frystitogara sé í dag ekki bara skipstjóri, heldur frystihússtjóri líka. Þetta þurfi að flétta saman og tengja við óskir kaupend- anna. „Þetta er í raun innkaupa- listi sem maður fær fyrir hverja veiðiferð, en ég vinn fyrir út- gerð sem gefur okkur mikið frjálsræði um það hvernig við högum veiðunum. Okkur er treyst fyrir því og maður er þakklátur fyrir það. Fyrsta sept- Ætlaði aldrei á frystitogara Æ g isv iðta l
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.