Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 18

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 18
18 „Margt hefur breyst í þessu starfi og flest til batnaðar,“ segir Guðrún Oddný Schmidt, gæða- og verkstjóri hjá Íslands- sögu á Suðureyri. Hún hefur um árabil starfað við fiskvinnslu, undanfarin 13 ára hjá Íslands- sögu og þar af verið í áratug í núverandi starfi. Guðrún Oddný er fædd á Bíldudal en uppalin á Suðureyri og komst snemma í kynni við þessa undirstöðu- atvinnugrein okkar Íslendinga. Byrjaði 12 ára í kúfiskvinnslu Guðrún Oddný var 12 ára göm- ul þegar hún var í kúfiskvinnslu í sínum heimabæ, en 14 ára fékk hún starf yfir sumarið í frystihúsi staðarins, hjá Fiskiðj- unni Freyju. Þar vann hún öll sumur og í fríum um jól og páska fram eftir aldri, bæði við pökkun og að skera úr. Faðir hennar var verkstjóri hjá Fiskiðj- unni Freyju sem þá var í fullu fjöri á Suðureyri og var Guðrún Oddný ekki há í loftinu þegar hún kynntist öllum krókum og kimum í frystihúsinu. Hún segir að frá því hún steig sín fyrstu skref í fiskvinnu hafi tækni fleygt fram og þó svo að um sama starfið sé að ræða, þ.e. að skera og snyrta fisk og pakka honum, sé starfið nú léttara en áður var. „Þessi mikli burður, m.a. með bakka fulla af fiski heyrir sögunni til, nú rennur fiskurinn áfram á flæðilínum þannig að starfið reynir ekki eins á líkamlega burði,“ segir hún. Mikil áhersla á gæðaeftirlit á öllum stigum Guðrún Oddný hefur gegnt starfi gæða- og verkstjóra hjá Íslandssögu undanfarin 10 ár og í allt starfað hjá fyrirtækinu í 13 ár. „Ég vann áður í verslun, en skipti um starf og fór í frysti- húsið því vinnutíminn hentaði betur þar sem ég var með barn á leikskóla á þessum árum,“ segir hún og kveðst kunna skiptunum vel, hún kunni ágætlega við fiskvinnu. „Starfið hefur líka þróast í jákvæða átt, það hafa komið fram ýmsar tækninýjungar sem auðvelda starfið og gera það betra,“ segir hún. Íslandssaga fagnaði 18 ára afmæli fyrr í desember en fyrir- tækið byggir á góðum grunni ríkrar hefðar í úrvinnslu sjávar- afurða. Á Suðureyri hefur verið rekin fiskvinnsla frá því snemma á síðustu öld. Félagið framleiðir bæði ferskar og fryst- ar afurðir til útflutnings, hefur raunar verið leiðandi í útflutn- ingi á ferskum fiski frá Vest- fjörðum. Um 60% af hráefninu er flutt ferskt til Evrópulanda, m.a. Bretlands og Frakklands en einnig fer drjúgt til Bandaríkj- anna. „Við höfum alla tíð lagt mikla áherslu á gæðaeftirlit og fylgjum okkar hráefni eftir á öll- um stigum, úti á sjó og í gegn- um alla meðhöndlun í landi,“ segir Guðrún Oddný. Meira starfsöryggi Félagið er í eigu heimamanna og telur hún það mikinn kost. Hluthafar í félaginu eru Súgfirð- ingar og er saga þeirra samofin sögu þorpsins. „Það hafa miklar sviptingar verið í sjávarútvegi undanfarin ár og Vestfirðir þar ekki undanskildir, fyrirtæki hafa komið og farið. Sú óvissa sem gjarnan er ríkjandi þegar fyrir- tæki eru í eigu félaga utan svæðisins er mikil, starfsfólk veit aldrei hvort mönnum dett- ur í hug að loka eða flytja fyrir- tækið annað þar sem hag- kvæmara þykir að reka það. Okkur, sem störfum hjá Íslands- sögu, þykir því gott til þess að Guðrún Oddný Schmidt, gæða- og verkstjóri hjá Íslandssögu á Suðureyri Meira starfsöryggi þegar fyrirtækin eru í eigu heimamanna Guðrún Oddný Schmidt, gæða- og verkstjóri hjá Íslandssögu á Suður- eyri þar sem eru framleiddar ferskar og frystar afurðir til útflutnings. F isk v in n sla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.