Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 19

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 19
19 Sparneytnari Lágværari Ódýrari Ítölsku Dorin kæli- og frystiþjöppurnar hafa verið með vinsælustu þjöppum landsins í fjóra áratugi! Nú færðu Dorin hjá Íshúsinu bæði pressur og varahluti! íshúsið www.ishusid.is ∑ S:566 6000 ∑ Smiðjuvegur 4a, græn gata, 200 Kópavogur hugsa að ekkert slíkt fararsnið er á félaginu og fyrir vikið er starfsöryggið meira.“ Mikið umleikis yfir sumarið Félagið gerir út tvo línubáta, Blika ÍS og Gest Kristinsson ÍS, sem báðir leggja upp afla hjá Ís- landssögu en að auki kaupir það hráefni af öðrum bátum í plássinu. „Allur afli sem veiddur er hér um slóðir er unninn í húsinu og það er oftar en ekki mikið að gera. Yfir sumartím- ann, þegar strandveiðar standa sem hæst, er mikið umleikis og hér tíðkast ekki að loka yfir há- sumarið eins og víða er gert. Þá spýtum við frekar í lófana enda mikill afli sem þarf að vinna á þeim tíma,“ segir hún. Alls starfa um 70 manns hjá Íslands- sögu; í fiskvinnslu, við beitn- ingu og sjómennsku. Flestir eru með mikla reynslu og þekkingu á sínu sviði. Góðar samgöngur skipta sköpum Mikil umskipti urðu á Suðureyri þegar jarðgöng til Ísafjarðar voru tekin í notkun fyrir ríflega 20 árum, en góðar samgöngur segir Guðrún Oddný skipta öllu máli varðandi viðhald byggða- kjarna á svæði eins og Vest- fjörðum. „Ég hugsa að hér væri bara auðn og tóm ef ekki væri fyrir jarðgöngin og greiðari samgöngur um svæðið. Við komum öllum okkar afurðum á markað í útlöndum vegna þeirra, það sem við vinnum í húsinu á mánudegi er flutt landleiðina suður síðdegis og fiskurinn er kominn á markað til kaupenda á þriðjudegi. Það hefði eflaust í eina tíð verið talið óhugsandi.“ Guðrún Oddný stundar nám í stjórnun hjá Nýsköpunarmið- stöð Íslands og gerir það í fjar- námi. Hún hefur lokið tveimur lotum og segir námið gott og nýtast sér vel í starfi. „Það er auðvitað alveg stórkostlegt að geta stundað nám við hæfi al- farið heiman frá sér, nám sem styrkir mann á vinnumarkaði. Ég hafði áhuga fyrir að efla mig í starfi og þetta er kjörin leið til að ná slíku markmiði,“ segir hún. Guðrún Oddný Schmidt, gæða- og verkstjóri hjá Íslandssögu á Suðureyri Meira starfsöryggi þegar fyrirtækin eru í eigu heimamanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.