Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 30

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 30
30 líka íslaus, þ.e. að ekki er þörf á ís í kerin til að halda fiskinum fullkældum. Lestarkerfið er frá Skaganum 3X á Akranesi, sem og allur vinnslubúnaður á milli- þilfari þ.e. slægingarlína, karfa- flokkari, flokkunarkerfi með tölvusjón, Rotex kæliker, færi- bönd og annar búnaður. Allur fiskur fer í ferlinu í gegnum tegunda- og stærðar- greiningu og síðan í blóðgunar- og kælingarferli þar sem aflinn er fullkældur í þrepum. Við enda vinnsluferilsins eru hleðslustöðvar þar sem 300 kg skammti af fullkældum fiski er raðað í kör sem síðan fara í lest- ina og er það í raun kælikerfið í lestinni sem viðheldur þeirri kælingu sem búið er að ná á fiskinn. Með öðrum orðum færir sjálfvirkt kerfi í lestinni tóm ker upp á vinnsluþilfar og á hverja hleðslustöð þar sem raðað er í þau og síðan fara þau með sama hætti vélrænt aftur niður í lest. Kerfið er þróað af Skaganum 3X í samstarfi við starfsmenn HB Granda en lestar- og vinnslukerfið er smíðað hjá Skaganum 3X. Kælismiðjan Frost ehf. hafði með höndum kælibúnaðinn sjálfan. Segja má að lestin í skipunum sé nokkurs konar lagerbúr þar sem fiskiker eru í fimm kera stæðum og eru þannig hífð í einni samstæðu upp á bryggju þegar landað er úr skipunum. Í lestina komast 635 kör, sem svarar til rösklega 190 tonna fiskafla. Margir lagt hönd á plóg Mörg önnur íslensk fyrirtæki komu að smíði skipanna og sölu búnaðar í þau. Umsjón með málningu skipsins hafði Sérefni ehf., aflanemakerfi er frá Marport og brú skipsins er að finna nýjustu og bestu tækni hvað varðar fiskileitar- og sigl- ingatækni. Á skjávegg geta skipstjórnendur unnið með for- ritsmyndir eftir þörfum en þessi búnaður kemur frá Brimrún ehf. Eitt af áhugaverðum kerfum í skipinu er orkunýtingarkerfi sem er búnaður sem metur með sjálfvirkum hætti upplýs- ingar um siglingarhraða, tog- spil og álag á skipinu og reiknar út aflstjórn vélbúnaðar út frá þeim forsendum þannig að hagstæðasta orkunýting fáist hverju sinni. Þannig stýrir kerfið sjálfvirkt snúningshraða á skrúfu, skurði skrúfublaða, snúningshraða á vél og fleiri þáttum. Strax á nýju ári verður hafist handa við niðursetningu bún- aðar á milliþilfar og í lest en það verk verður unnið á Akranesi. Undir mitt ár 2018 ætti skipið að vera komið í fullan rekstur og þar með leysa Ottó N. Þor- láksson af hólmi í skipastól HB Granda hf. Viðey í togprófunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.