Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 34

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 34
34 „Styrkleiki okkar liggur í af- bragðs starfsfólki, góðu dreif- ingarneti í gegnum starfs- stöðvar okkar á Íslandi og Grænlandi, mjög miklu úrvali af veiðarfærum og traustum og góðum birgjum um víða ver- öld,“ segir Pétur Björnsson, að- aleigandi Ísfells ehf., sem er meðal öflugustu fyrirtækja landsins í veiðarfærarþjónustu og sölu á útgerðarvörum. Ísfell var stofnað árið 1992 og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári en stofnendur auk Péturs voru Hólmsteinn bróðir hans, sem stýrði félaginu fyrstu 19 árin, Páll Gestsson, sem var sölustjóri frá stofnun til ársins 2004 og Jón Leósson en hann hvarf fljótlega úr hópnum. Úr 3 starfsmönnum í 60-70 „Til að byrja með unnu hér þrír starfsmenn en síðan þá hefur starfsemin vaxið mikið, bæði með innri vexti og uppkaupum á öðrum fyrirtækjum, þannig að í dag starfa 60-70 manns hjá Ís- felli,“ segir Pétur, sem verið hef- ur stjórnarformaður Ísfells allt frá stofnun félagsins. Meðal vaxtarskrefa félagsins má nefna kaup á innkaupadeild LÍÚ árið 1993, veiðarfæralager Íslenskra sjávarafurða 1996 og Sjókó árið 1999. Ísfell og Netasalan voru sameinuð árið 2001 en stóra stökkið var árið 2003, þegar fyr- irtækið sameinaðist Icedan undir nafni Ísfells. „Icedan var með nokkuð öfl- ugan netagerðarrekstur, s.s. í Hafnarfirði og Þorlákshöfn og á Akureyri og Sauðárkróki, ásamt öflugu útibúi í St. John´s í Kan- ada sem stofnað hafði verið til að þjónusta íslensk skip sem stunduðu rækjuveiðar á Flæmska hattinum. Með sam- einingunni breyttist reksturinn umtalsvert því í viðbót við heildsölu á veiðarfærum og efnum til veiðarfæragerðar varð framleiðsla og sala fullbúinna veiðarfæra af öllum stærðum og gerðum einn af burðarásum starfseminnar,“ segir Pétur og bætir við að starfsemin í Kan- ada hafi verið seld fyrir nokkr- um árum og í staðinn opnuð starfsstöð í Sissimut á Græn- landi, sem veitir veiðarfæra- þjónustu þar í landi í samstarfi við heimamenn. Nýta reynslu norskra meðeigenda í þjónustu við fiskeldið Starfsstöðvar Ísfells á Íslandi eru nú átta talsins. Til viðbótar við Hafnarfjörð, Akureyri, Þorláks- höfn og Sauðárkrók er félagið með starfsstöðvar á Húsavík, Ólafsfirði, Flateyri og í Vest- mannaeyjum. „Við keyptum netaverkstæð- ið Net í Vestmannaeyjum árið 2015, m.a. vegna góðrar stað- setningar þess við höfnina í Eyj- um og sameinuðum það neta- verkstæði Ísnets í ársbyrjun 2016. Þá opnuðum við starfs- stöðina á Flateyri á síðasta ári vegna aukinna umsvifa fyrir vestan, samfara auknu fiskeldi. Á Flateyri fer fram þvottur og viðgerðir á fiskeldiskvíum og pokum en áður en hún kom til sögunnar þurfti að flytja kvíarn- ar austur á land.“ Í þjónustunni við fiskeldið nýtur Ísfell reynslu Norðmanna í gegnum fyrirtæk- ið Selstad. Það er í dag annar aðaleigandi Ísfells, á móti Pétri, og er m.a. með umfangsmikla þjónustu við fiskeldi í Noregi. Ísfell – Í þjónustu við sjávarútveginn í 25 ár Pétur á verkstæðinu ásamt dyggum starfsmanni Ísfells, Helga Jóhanns- syni. Uppsetning á trolli hjá Ísfelli. Þ jón u sta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.