Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 40

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 40
40 Þann 13. desember var gengið frá samningi um að NAVIS hanni nýtt línuskip fyrir Vísi hf. í Grindavík. Um er að ræða 45 metra langt og 10,5 metra breitt hefðbundið þriggja þil- fara línuskip. Þegar hefur verið skrifað undir smíðasamning við skipasmíðastöðina Alkor í Gdynia í Póllandi og er gert ráð fyrir að smíðin hefjist í apríl á næsta ári og verði lokið um mitt ár 2019. „Við höfum á síðustu árum séð um tæknimál og teikningar fyrir Vísi við endurnýjun og endurbyggingu tveggja eldri línuskipa í samvinnu við þessa sömu skipasmíðastöð. Þannig kom Fjölnir GK 657 úr allsherjar endurnýjun fyrir um einu og hálfu ári og á næsta ári lýkur gagngerum breytingum á Arney sem mun breyta um nafn og verða Sighvatur GK 57,“ seg- ir Hjörtur Emilsson, fram- kvæmdastjóri NAVIS. Hjörtur segir að í þessari vinnu hafi komið upp sú hugmynd að ganga alla leið og smíða þetta nýja skip frá grunni. Það mun heita Páll Jónsson GK 7 og koma í staðinn fyrir skip með sama nafni. Hjörtur segir hönn- unina unna í miklu samstarfi við Vísismenn og þá einkum út- gerðarstjórann, Kjartan Viðars- son. Að sögn Hjartar er lögð áhersla á góðan aðbúnað um borð með rúmgóðu vinnuum- hverfi og eins manns klefum fyrir áhafnarmeðlimi. „Við höfum unnið náið með þeim að því að hanna hefð- bundið en öflugt og nútímalegt línuskip sem mun henta þeim vel.“ Hjörtur segir að skipa- smíðastöðin leggi áherslu á að nýta íslenska tækniþekkingu og hugvit í þessu verkefni og þannig hafi meðal annars verið samið við Raftíðni ehf. um raf- hönnun og framleiðslu á hluta rafkerfis. Endurnýja flotann Pétur H. Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis, segir að fyrirtækið muni áfram leggja áherslu á að gera út fimm línuskip sem landi hvert um sig afla til vinnslu einn virkan dag í viku. Hann segir að gert sé ráð fyrir að endurnýjun skipaflota Vísis verði lokið á næstu þremur til fjórum árum með nýsmíði í stað Kristínar GK 457 og loks með endurbygg- ingu á Jóhönnu Gísladóttur GK 557. „Það var orðið tímabært að endurnýja flotann því þetta eru allt upp í 50 ára gömul skip. Við ráðumst í þetta verkefni í trausti þess að umhverfið í sjáv- arútvegi verði í lagi næstu árin,“ segir Pétur H. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Vísis í Grindavík. NAVIS hannar nýtt línu- skip fyrir Vísi í Grindavík Hjörtur Emilsson, framkvæmdastjóri NAVIS og Andrzej Zólc fulltrúi Alkor skipasmíðastöðvarinnar í Póllandi. Nýr Páll Jónsson GK 7, sem verður 45 metra langur er væntanlegur hingað til lands um mitt ár 2019. F réttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.