Ægir

Árgangur

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 46

Ægir - 01.12.2017, Blaðsíða 46
46 Niðursuðuverksmiðjan Akra- borg á Akranesi er stærsti fram- leiðandi á niðursoðinni fisklifur í heiminum. Með kaupum á verksmiðju í Ólafsvík verður framleiðslan í ár um 20 milljón- ir dósa. Hráefnis er aflað um allt land og afurðirnar eru fluttar utan til meginlands Evr- ópu. Hjá Akraborg starfa 37 til 40 manns. Akraborg var stofn- uð á Akranesi 1989 af tveimur feðgum, þeim Þorsteini Jóns- syni og Jóni Þorsteinssyni. Fyr- irtækið er nú í eigu danska fyr- irtækisins Bornholms og út- flutningsfyrirtækisins Triton. Við tókum hús á Einari Víg- lundssyni, verksmiðjustjóra Akraborgar. 20 milljónir dósa í ár Á síðasta ári tók Akraborg á móti um 3.800 tonnum af lifur. „Á þessu ári jukum við umsvifin og keyptum litla verksmiðju í Ólafsvík þannig að í heildina fer fyrirtækið í eitthvað um 18-20 milljónir dósa á árinu. Aðalút- flutningslönd Akraborgar eru Danmörk, Frakkland og Þýska- land en auk þess fara afurðirnar út um allan heim. Þetta er að langmestu leyti hrein lifrarnið- ursuða. Í henni er aðeins örlítið salt en önnur efni nánast engin. Hluti vörunnar er reyktur við bruna á spónum. Varan er eins hrein og hún getur orðið. Svo hefur reyndar verið bryddað upp á smá nýjungum eins og að bæta sítrónu í dósirnar og blanda saman lifur og hrognum í paté.“ Einar segir að það sé mikill munur á því hvernig lifrin sé unnin nú en áður, t.d. þegar allt var soðið í sama pottinum, fisk- ur, lifur og hrogn og hann hafi látið sig hafa að borða þetta á sínum tíma með semingi. Hann tók Fiskvinnsluskólann á árun- um 1975 til 1978 og var í afleys- ingum á sumrin í fiskvinnslu hingað og þangað. „Þá var þessi skóli mjög skemmtilegur og nemendur sendir víða til að kynnast framleiðslu sjávaraf- urða; salta síld, frysta fisk og verka saltfisk. Ég er því búinn að fara í gegnum alla þessa flóru nema ég átti niðursuðuna eftir þegar ég kom hingað. Og hún er með því skemmtilegra sem maður hefur gert.“ Um 90% af allri lifur nýtt „Það gengur vel að fá lifur til vinnslu. Lifrina tökum við alls staðar að en stærstu birgjarnir okkar eru Samherji, HB Grandi og FISK Seafood. Við tökum lif- ur á Patreksfirði, Fáskrúðsfirði, Suðurnesjum og Siglufirði. Við erum svo með verksmiðjuna í Ólafsvík sem tekur nánast alla lifur af Snæfellsnesinu. Aðföng- in eru þannig að flutningafyrir- tækið Ragnar og Ásgeir sjá um lifrarsöfnun fyrir okkur á Snæ- fellsnesi. Eimskip sér um allan annan flutning í gegnum þjón- ustufyrirtæki, sem heitir Bratt- hóll. Þar er leitað að bestu verð- Framleiða 20 milljónir dósa á ári Einar Víglundsson, verksmiðjustjóri Akraborgar við róbótann, sem leysir af hólmi starfsfólk í pökkun. A k ra n es
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.