Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 6

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 6
6 Sjávarútvegur á Íslandi verður seint talinn fyrirsjáanleg grein. Greinin á mikið undir hinu sveiflukennda veðurfari, sveiflur verða reglubund- ið í fiskistofnum, samkeppni er á afurðamörkðum og gjaldmiðlaþróun getur á örskömmum breytt forsendum fyrirtækja í greininni verulega. Ekki þarf að horfa nema mjög stutt til baka til að sjá allt þetta. Og meira til. Flest benti til að loðnuveiði yrði nær engin nú á vetrarmánuðum. Allt annað kom á daginn eins og allir vita. Baráttan á afurðamörkuð- um er eilífðarvinna og inn í hana blandast grundvallaratriði á borð við gengisþróunina. Það er barist um kaupendurna og margir aðrir að bjóða góðar sjávarafurðir. Líkt og fram kemur í viðtali við forstjóra HB Granda hér í blaðinu sjást nú afurðaverð upp á sömu krónutölu og fyrir tveimur árum. Varla þarf mikla hagspekinga til að sjá að flest fyrirtæki í því rekstrarum- hverfi sem er á Íslandi létu með nákvæmlega sama hætti til sín heyr- ast ef þau stæðu frammi fyrir slíku. Einhverra hluta vegna er það samt staðreynd að alltof stór hópur fólks er tilbúinn að grípa til dapurlegrar umræðu um sjávarútveginn um leið og bent er á staðreyndir úr þeirri áttinni. Allir krefjast þess af fyrirtækjum í greininni að þau skili gjöld- um í sameiginlega sjóði landsmanna en á hinn bóginn fá fyrirtækin líka gagnrýni þegar þau bregðast við aðstæðum og hagræða í rekstri til að standa undir skattgreiðslum. Rekstrarlegur hvati hlýtur að þurfa að vera í þessum atvinnurekstri sem öðrum. Hann drífur áfram þróun og hagkvæmni greinarinnar til lengri tíma litið. Það er svo aftur á móti eilífðarspurning eftir hvaða leikreglum unnið er hverju sinni og hvort hin varanlega eina sátt náist nokkurn tíma. Víst er það göfugt markmið en hreint ekki í hendi. Á sama tíma og viðvörunarbjöllur klingja í sjávarútveginum, líkt og öðrum útflutningsgreinum, upplifum við það ár núna sem hvað stærsta skref hefur verið stigið í endurnýjun skipastólsins. Í ár eru tíu nýir togarar væntanlegir til landsins og tveir þeirra þegar komnir, líkt og sagt er frá í blaðinu. Einhverjum kann að þykja þetta mótsagna- kennt þegar á sama tíma er kvartað undan erfiðum rekstrarskilyrðum í greininni. En engu að síður eru þessi skip hluti af viðspyrnunni, þó aðstæður hafi verið nokkuð aðrar þegar ákvarðanir voru teknar um smíði þeira. Þeir sem reka fyrirtæki í sjávarútvegi þekkja þau óvissuatriði sem nefnd voru í upphafi þessa pistils og vita að það sem er augljóst í dag má efast um á morgun. En það er hugsun til lengri tíma sem skiptir máli. Skip eru hlekkir í langri keðju frá nýtingu auðlindarinnar þar til fullunnin fiskafurð er komin á disk neytandans. Fyrir ótrúlega fáum ár- um voru frystihús hringinn í kringum landið sem frystu í samskonar pakkningar fyrir sömu markaði. Mörg þeirra hafa horfið og því vissu- lega fylgt sárindi en þróunin hefur skilað því að við erum að fá meira út úr hverju fiskkílói en áður var. Og tilkoma nýrra tæknivæddra skipa, þróun í fiskvinnsluhúsunum, tækniþróun og fleiri þættir eru skýr merki um breytingarnar. Koma nýrra skipa við þessar aðstæður í greininni er því ekki mótsagnakennd heldur merki um nýja tíma og lengri tíma hugsun. Það er svo aftur annað mál að vonandi sjáum við örari endurnýjun í fiskiskipaflotanum í framtíðinni en verið hefur síð- ustu áratugi og tölur sanna. Lykilatriði í því er stöðugleiki á sem flest- um sviðum greinarinnar. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Framtíðin og dagurinn í dag R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.