Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 10
10 Nýtt uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði hefur sannað sig, en í því hefur verið fryst norsk-ís- lensk síld og loðna með góðum árangri. Sjómannaverkfall í janúar setti nokkuð strik í reikninginn hjá þeim, en óvænt loðnuvertíð skilaði Eskju miklu hráefni til vinnslu. „Nýja uppsjávarfrystihúsið var tekið í notkun í nóvember á síðasta ári. Þá byrjuðum við á að vinna norsk-íslenska síld, sem nýja skipið okkar Aðal- steinn Jónsson aflaði. Við byrj- uðum á heilfrystingu og það gekk bara nokkuð vel í upphafi. Auðvitað þurfti að stilla búnað og ná tökum á nýrri vinnslu, en frystingin gekk vel og við fryst- um um 2.800 tonn. Svo kom sjómannaverkfall en þá áttum við 2.400 tonn af íslenskri síld, sem við tókum í skiptum fyrir þorsk. Hana ætluðum við að vinna í kjölfar norsk-íslensku síldarinnar og flaka þá síld. Það náðist ekki sökum sjómanna- verkfallsins,“ segir Páll Snorra- son, framkvæmdastjóri fjár- mála- og rekstrarsviðs Eskju. Óvænt loðnuvertíð „Svo kom þessi óvænta loðnu- vertíð og norsku skipin komu til veiða hér. Við byrjuðum að bjóða í þann afla og það var bara virkilega ánægjulegt og gaf okkur færi á að prófa húsið enn betur og afkastagetu þess við flokkun og frystingu á loðnu. Við náðum töluverðum árangri og náðum að nýta þessa fáu daga sem við fengum og tókum á móti 8.200 tonnum af loðnu af norsku skipunum og frystum töluvert af því. Undir lok þess tíma vorum búnir að ná upp töluverðum afköstum og náðum að frystitoppi sem er markmiðið, því þá er verksmiðj- an fullnýtt. Frystarnir eru flösku- hálsinn í verksmiðjunni. Þessi verksmiðja á að geta fryst 900 tonn af loðnu á sólarhring. Við snérum okkur síðan að eigin hráefni, sem við frystum. Í lok vertíðarinnar tók svo við hrognavinnsla og þau voru fryst í verksmiðjunni.“ Afkoman þokkaleg Páll segir að afkoman af loðnu- vinnslunni sé alveg þokkaleg þrátt fyrir að gengið leiki þar stórt hlutverk. Þá hafi afurða- verð í mjöli og lýsi lækkað veru- lega á sama tíma, mest vegna mikils framboðs bæði héðan og frá Suður-Ameríku. Kolmunna- kvótinn sé mikill og töluvert var framleitt af loðnumjöli, sem fellur til við hrognaskurð. Þetta komi allt inn á markaðinn á sama tíma en hann sé við- kvæmur fyrir óvæntu auknu framboði. Vel hafi gengið að frysta og mestur hluti þess sé seldur fyrir utan hrogn. Verið sé að vinna í sölu þeirra, sem sé hefðbund- inn gangur eftir vertíð. Það taki einhverjar vikur eða mánuði að ná samkomulagi um verð við kaupendur. „Við verðum því að bíða eitthvað lengur til að sjá hvernig afkoman af þessu verð- ur þegar upp er staðið. Loðnuna frystum við fyrir mark- aðinn í Japan og hrognin sömu- leiðis og fyrir aðra markaði í As- íu. Mjöl og lýsi er svo að mestu leyti selt til Noregs í fiskeldi þar,“ sagði Páll. Kolmunninn að taka við Þegar rætt var við Pál voru öll skip Eskju í landi eftir eina veiði- ferð á kolmunnaslóðina við suður við Rockall. „Við eigum miklar heimildir í kolmunna en misstum út góð- an mánuð á kolmunnaveiðum vegna sjómannaverkfallsins í janúar. Við þurfum því að hafa okkur alla við að veiða kol- munnakvótann okkar í ár. Nú náðu skipin ekki öll fullum túr. Aðalsteinn Jónsson II náði reyndar að fylla sig en ekki Að- alsteinn Jónsson og Jón Kjart- ansson. Við erum núna að vinna um 4.000 tonn af kolmunna af okkar eigin skipum í mjöl og lýsi,“ sagði Páll. Kolmunninn er núna geng- inn inn í írsku lögsöguna og þar mega íslensku skipin ekki veiða. Þess er því beðið, að hann gangi norður úr henni, inn á al- þjóðlegt hafsvæði þar fyrir norðan og inn í lögsögu Fær- eyja, þar sem íslensku skipin mega stunda veiðarnar. Þá mun taka við kolmunnaveiði fram að áliðnu sumri. Nýja frystihúsið hef- ur gjörbreytt fyrir- tækinu til hins betra Rætt við Pál Snorrason framkvæmdastjóra fjármála- og rekstrarsviðs Eskju Páll Snorrason, framkvæmda- stjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eskju. Strax eftir að nýja húsið var tekið í notkun var byrjað að heilfrysta síld. E sk ifjörðu r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.