Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 11
11 Breyting á viðskiptamódeli Páll segir að ástæðan fyrir því að Eskja fór út í það verkefni að reisa verksmiðju fyrir frystingu á uppsjávarfiski og kaup á skipi til að afla hráefnis fyrir hana, sé að breyta viðskiptamódeli sínu til að fá meiri verðmæti út úr aflaheimildum fyrirtækisins. „Með þessu erum við að bregðast við þeim aðstæðum sem eru á mörkuðum fyrir af- urðir úr uppsjávarfiski. Þær kalla á meiri gæði afurðanna. Við erum að frysta í þessu nýja húsi í snertilausum frystum, þar sem hráefnið er ekki pressað eins og í hefðbundnum plötu- frystum. Þetta er ný tegund af frystum sem Skaginn á Akra- nesi hefur verið að þróa og selja. Fyrir vikið er hráefnið betra og auk þess er fryst á að- eins þremur og hálfum tíma, sem telst stuttur frystitími. Við eigum að geta keyrt í gegnum húsið yfir 600 tonn af afurðum úr makríl og síld, sem er gríðarleg viðbót við það sem við höfðum í frystiskipinu okk- ar, Aðalsteini Jónssyni. Þar náð- um að frysta upp í um 100 tonn á sólarhring. Þetta gerir það að verkum að við getum skipulagt veiðarnar okkar á makríl og síld betur, tekið okkar kvóta þegar hráefnið er betra þegar líður á haustið. Þá getum við tekið okkar aflaheimildir á styttri tíma og það skilar einnig hærra verði fyrir afurðirnar.“ Vantar heimildir í íslenskri síld Eskja hefur ekki heimildir í ís- lenskri síld. Ferill ársins er sá að yfirleitt er byrjað í kolmunna í janúar meðan verið er að mæla loðnustofninn. Svo er strax farið á loðnu ef kvóti er gefinn út á hana. Þá standa loðnuveiðar fram í miðjan mars. Síðan fara skipin yfirleitt beint á kolmunna aftur í alþjóðasjónum áður en kolmunninn gengur inn í írsku lögsöguna. Eftir það hefur verið gríðarlega góð kolmunnavertíð í apríl og maí og fram í júní og jafnvel júlí og hér á árum áður inni í íslensku lögsögunni en undanfarin ár hefur kolmunni ekki veiðst á þeim slóðum. Makrílvertíðin hefst síðan í ágúst og síðan er farið á norsk- íslenska síld í kjölfar þess. Væri fyrirtækið með heimildir í ís- lenskri síld væri hún tekin í lok ársins. „Við erum verulega stoltir af uppsjávarfrystihúsinu okkar. Það hefur gjörbreytt fyrirtæk- inu til hins betra. Með því að leggja af bolfiskvinnsluna hjá okkur í Hafnarfirði erum við að einfalda hjá okkur reksturinn og leggja meiri áherslu á upp- sjávarfiskinn. Við munum samt gera út bátinn okkar, Hafdísi, til að taka botnfiskveiðiheimildir og selja aflann á fiskmörkuðum eða í beinum viðskiptum eftir því sem verkast vill,“ segir Páll Snorrason. Óhætt er að segja að það hafi verið líf og fjör við höfnina á Eskifirði eftir áramót og landað úr bæði íslenskum og erlendum uppsjávarskipum. Á nýliðinni loðnuvertíð fór vinnslan í nýja uppsjávarfrystihúsinu hjá Eskju að toppi afkastagetu sem er 900 tonn á sólarhring.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.