Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 13

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 13
13 er óhjákvæmilegt að framhald- ið verði annað en ella. Við kom- um til dæmis til með að vera að vinna þorsk á tíma sem nýting- in er ekki eins góð og á öðrum tímum, þ.e. yfir sumarið. Gæðin verða þá heldur slakari, en við verðum samt að vinna eitthvað upp af þessum tapaða tíma. Við verðum að vinna úr afleiðing- um verkfallsins í ár og á næsta ári, náum því ekki á þessu kvótaári,“ segir Gunnar. Lágt verð á fiskmörkuðum Nú hefur fiskverð á mörkuðum innanlands lækkað umtalsvert miðað við sama tíma í fyrra og Gunnar gerir ráð fyrir að sú þró- un verði viðvarandi fram yfir páska. Þá gæti verð hækkað um tíma, eða þar til strandveiðar hefjast í maí. Bæði sé mikil veiði og ákveðin fyrirstaða í afurða- mörkuðunum að taka við fiskin- um og verð lágt í krónum vegna gengisþróunar. „Þetta hefur áhrif hvað á annað. Svo má benda á að stóru fyrirtækin voru ekkert á mörkuðunum í verkfallinu og hafa ekkert verið þar enn, eru með nægar veiði- heimildir fyrir sig. Þessi fyrirtæki hafa stundum haldið uppi verð- inu en gera það að minnsta kosti ekki nú. Þetta hefur líka áhrif á markaðsverðið.“ Nú er krónan í hæstu hæð- um, svipuð að styrkleika og fyrir hrun árið 2008 og dregur veru- lega úr tekjum útgerðar, sjó- manna og fiskframleiðenda. Gunnar segist ekki sjá annað framundan en að krónan verði áfram sterk og að því verði ein- hverjir orðnir haltir þegar líða fer á sumarið. Þetta taki alveg svakalega í, dragi úr heildar- tekjum útgerðar og fiskvinnslu og hafi áhrif á getuna til að greiða veiðigjöld, sem eru reiknuð út frá afkomu. Í þeim útreikningi er miðað við tveggja ára gamlar tölur, þann- ig að í ár verður borgað í sam- ræmi við afkomuna 2015. Gunnar segir það mikið óhag- ræði og við ákvörðun veiði- gjalda verði menn taka tillit til þess að setja ekki allt í stórt stopp. Greinin verði að hafa eitthvað aflögu til endurnýjun- ar, uppbyggingar og þróunar. Sum árin sé afkoman góð og þá geti sjávarútvegurinn skilað meiru til samfélagsins, en því miður minna þegar illa árar. Alls staðar góð veiði „Eftir lok verkfallsins var staðan sú að línuskipin voru farin að sækja á miðin suðvestanlands og vinnslan hefur gengið á hefðbundinn hátt. Við höfum aðallega verið að salta en líka verið að vinna í ferskt. Ferskfisk- vinnslan hefur eðlilega dregist saman og því aukum við sölt- unina á móti. Við vonumst til að komið verði á meira jafnvægi þegar líður á vorið. Það dró úr veiði á línufiski í Breiðafirði og Faxaflóa þegar loðnan gekk þangað, en hér hefur veiðin haldist góð. Ástæðan er að loðnan gengur hraðar hér fram með Reykjanesi og vestur á Faxaflóa og Breiða- fjörð, þar sem hún leggst á botninn, hrygnir og drepst. Þá leggst þorskurinn bara í það og étur þangað til hann nær ekki að lyfta sér frá botninum og tekur því krókana lítið. Það verður aldrei svo slæmt á þessu svæði, þó þorskurinn verði vel kýldur af loðnu í stuttan tíma,“ segir Gunnar. Frystitogarar Þorbjarnar byrjuðu af krafti í þorski eftir verkfall til að fylla á pípurnar. Gnúpur fór í Barentshafið í þorskinn og svo er Hrafn Svein- bjarnarson í karfa, ufsa og grá- lúðu til að vinna á kvótanum sem eftir er. „Við eigum auðvitað eftir mikinn kvóta vegna þessa langa stopps en kosturinn er að það fiskast mjög vel. Menn þurfa jafnvel að halda aftur af sér til að ofgera ekki vinnslunni. Vinnslugetan um borð í frysti- togurunum er takmörkuð og sníða verður veiðina að henni til að fara sem best með hráefn- ið. Það er svipað á línunni. Fækka verður rekkum svo mannskapurinn á millidekkinu hafi undan við að taka á móti fiskinum. Ekki má kasta til hendinni, þó fiskirí sé mikið. Við kærum okkur ekkert um að vera með þriðja flokks fisk.“ Saltfiski pakkað í vinnslu Þorbjarnar. Á meðan ferskfiskmarkaðurinn nær sér sá strik á nýjan leik fer hærra hlutfall en áður í saltaðar afurðir hjá Þorbirni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.