Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 17

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 17
17 3.500 tonnum til Reykjaness til þurrkunar. „Það blasir við að þessir flutningar hafa verið og eru óhagkvæmir. Þeir hafa þó ekki leitt til taps á undanförnum ár- um en nú blasir við töluvert tap af þessari starfsemi. Við höfum aðstöðu til að vinna allan aflann í Reykjavík og spara flutnings- kostnað og draga úr þeirri mengun sem flutningnum er samfara. Í dag erum við með þrjár vinnslulínur fyrir botnfisk; tvær fyrir ufsa og karfa í Reykjavík og eina fyrir þorsk á Akranesi. Með því að vinna allan aflann í Reykjavík erum við að fækka vinnslulínum um eina því við getum nýtt sömu vinnslulínu fyrir ufsa og þorsk. Félagið hefur í störfum sín- um haft það að leiðarljósi að styðja við og efla þau samfélög sem það starfar í hverju sinni. Undanfarin ár hefur HB Grandi unnið að því að styrkja rekstur sinn á Akranesi. Félagið keypti meðal annars fiskþurrkunina Laugafisk ehf. með það að markmiði að renna frekari stoð- um undir vinnslu þorsks á Akra- nesi. Hefðu markmið um efl- ingu þurrkunarinnar gengið eftir hefðu um 3.500 tonn af hausum og hryggjum orðið eft- ir á Akranesi til frekari vinnslu. Þurrkunin er nú hjá Haustaki á Reykjanesi,“ segir Vilhjálmur. HB Grandi keypti á árinu 2014 félögin Norðanfisk og Vigni G. Jónsson sem bæði eru starfrækt á Akranesi. Störfum hefur farið fjölgandi hjá báðum félögum og er stefnt að eflingu og frekari uppbyggingu þeirra. Félagið hefur ítrekað áform sín um að styrkja þá starfsemi sem er fyrir á Akranesi í dag. Viðræður við Akraneskaupstað Forsvarsmenn HB Granda og Akraneskaupstaðar eiga nú í viðræðum um framtíðarsýn að beiðni Akraneskaupstaðar og stefna að niðurstöðu sem fyrst. „Það er hins vegar rétt að ítreka að sú hagræðing sem við sjáum fram á við að hætta botnfisk- vinnslunni á Akranesi og vinna þann fisk þess í stað í fiskiðju- veri okkar við Norðurgarð er svo ótvíræð að ekki er hægt að horfa framhjá henni. Ákvarðanir um að standa að hópuppsögnum eru ekki teknar af léttúð eða sem hluti af leik- áætlun. HB Grandi hefur haft fulla ástæðu til að vera stolt af starfsfólki sínu. Að loknu löngu verkfalli sjómanna sneri fisk- verkafólk félagsins allt til starfa. Reyndar er sótt í störf hjá félag- inu og er sáralítil starfsmanna- velta sérlega ánægjuleg. HB Grandi var eitt fárra félaga sem ekki sleit ráðningarsambandi við sitt starfsfólk á meðan á verkfalli stóð og vakti það ánægju bæði starfsfólks og verkalýðsfélaga. Að lokum er rétt að ítreka að verði af áformum félagsins um að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi 1. september næst- komandi mun félagið gera sitt besta að til að styðja og að- stoða starfsfólk vinnslunnar við að finna önnur störf innan félagsins sem utan,“ segir Vil- hjálmur Vilhjálmsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.