Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 24
24 þaðan í flokkun og þrepaskipta kælingu. Eftir síðasta þrep kæl- ingarinnar fer aflinn í fiskiker, 300 kg skammtur í hvert, og áfram íslaus í lest þar sem hald- ið er -0,1 gráðu kulda í fiskhold- inu. Engey RE mun að því leyti verða í fararbroddi ísfisktogara í heiminum að í lest skipsins þarf engan starfsmann! Allur fiskur er settur í ker á vinnsluþilfari en hleðslustöðvarnar eru átta, sem eru mannaðar eftir þörfum. Fimm ker staflast í hverja hæð og þegar því er náð ýtir sjálf- virkur þjarkur kerastæðunni inní sína hleðslurás í lestinni. Sama brautarkerfi nýtist síðan við löndun úr skipinu. Í heild komast 635 kör í lestina í Engey, eða sem nemur 190 tonnum af fiski. „Hugmyndafræðin að þess- ari nálgun á lestarkerfi kom upphaflega frá Guðmundi Haf- steinssyni hjá HB Granda en síð- an hefur lausnin verið tækni- lega útfærð í samstarfi við Skagann 3X ehf. sem bæði framleiðir búnaðinn og vinnur nú að uppsetningu hans. Lest- arkerfið er stærsti róbót sem komið hefur verið fyrir í ís- lensku fiskiskipi hingað til,“ seg- ir Alfreð. Grunnur að betri afurðum En þó tæknin sé áhugaverð sem slík er aðalatriðið að hún skili fiski til vinnslu sem er hrá- efni í hæsta gæðaflokki, enn betra en áður og með því er lagður grunnur að verðmætari afurðum til útflutnings. „Við er- um alltaf að keppa við dauða- stirðnunarferlið og í Engey RE erum við að vinna út frá lausn sem gerir kleift að skila vöru til neytenda erlendis enn ferskari en hægt var áður. Við lengjum þar með líftíma vörunnar – sem er mjög mikilvægt,“ segir Alfreð. Nefna má ýmsa aðra áhuga- verða þætti í hönnun Engeyjar. Engar súlur eru á vinnsluþilfari né í lest og aðveldar það alla úfærslu búnaðar. Allar íbúðir eru bakborðsmegin í skipinu og það er gert til að skilja betur á milli vinnuumferðar og svefn- svæða til að viðhalda næði á hvíldarsvæði. „Af nýjungum í vélbúnaði má nefna að hugbúnaður vinnur út frá bestunarforsend- um hvað varðar togspil, skrúfu og aðalvél. Búnaðurinn stillir sig þannig sjálfur á bestu nýtingu orku eftir því hvort skipið er að veiðum eða á siglingu. Ég er lít- ið fyrir fullyrðingar um orku- sparnað en get þó engu að síð- ur sagt að í þessari tæknilausn felst umtalsverður orkusparn- aður,“ segir Alfreð. Íslenskt hugvit og lausnir Nýjustu og bestu tækni er að finna í brú hvað varðar fiskileit- ar- og siglingatækni. Á skjávegg geta skipstjórnendur unnið með forritsmyndir eftir þörfum en þessi búnaður kemur frá Brimrún. Rafmagnsspil eru á skipinu frá Naust Marine ehf. „Tækninýjungar er að finna í Engey hvert sem litið er og eitt það ánægjulegasta við þetta verkefni er hversu stór þáttur ís- lenskra fyrirtækja er í búnaði og lausnum í skipinu,” segir Alfreð Tulinius. Engey RE er nú við bryggju á Akranesi þar sem unnið er að niðursetningu vinnslulínu og lestarkerfis sem ekki á sér hliðstæðu. Mynd: Guðmundur Arnar Alfreðsson. Tilfærsla á fiskikörum í lest Engeyjar RE verður algjörlega sjálfvirk. Hér er unnið að uppsetningu kerfisins. Mynd: Guðmundur Arnar Alfreðsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.