Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 27

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 27
27 króki. Fjórða skipið, sem er í eigu Samherja hf. er síðan áætl- að í heimahöfn fyrir árslok. Þetta eru samskonar skip, 63,5 metra löng og 13,5 metra breið. Skipin voru hönnuð af Skiptatækni ehf. Breki og Páll Pálsson í Kína Í Huanghai skipasmíðastöðinni í Shidao í Kína eru tveir sams- konar ísfisktogarar í smíðum sem reiknað er með að komi til landsins í sumar. Um er að ræða Breka VE fyrir Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og hins vegar Pál Pálsson ÍS fyrir Hraðfrysti- húsið Gunnvöru í Hnífsdal. Þetta eru 50 metra löng skip og 13 metra breið, hönnuð með óvenju stórri skrúfu miðað við skrokkstærðina. Togararnir verða búnir þremur rafdrifnum togvindum og geta dregið tvær botnvörpur samtímis. Heimsigl- ing skipanna mun taka yfir 40 sólarhringa og eftir að heim kemur bíður þeirra lokaáfangi smíðanna, sem er niðursetning vinnslubúnaðar. Skipin eru hönnuð af Skipa- sýn ehf. Frystitogarinn Sólberg stærstur Tíunda skipið, það stærsta og mest búna, er frystitogarinn Sólberg ÓF 1. Skipið er í eigu Ramma hf. í Fjallabyggð og er smíðað í Tyrklandi. Áformað er að það komi til landsins nú í vor. Sólberg er 80 metra langt, 15,4 metra breitt og hefur frystigetu upp á 90 tonn á sól- arhring. Í lest skipsins komast 1200 tonn af afurðum en í því verður einnig mjölvinnsla. Þetta verður í fyrsta sinn svo vitað sé að frystitogari verður búinn vatnsskurðarvél, auk flaka- vinnslulínu og annars búnaðar sem fullbúið vinnsluskip á borð við þetta krefst. Sólberg ÓF 1 er hannað af Skipsteknisk AS í Noregi. Frystitogarinn Sólberg ÓF 1 er stærsta skipið sem nú er í smíðum fyrir íslenskar útgerðir. Mynd: skoger123.is Fyrirséð er að framhald verður á endurnýjun íslenska togaraflot- ans en stjórn HB Granda hefur ákveðið að setja í útboð smíði nýs frystitogara fyrir félagið. Togarinn er hannaður af Rolls Ro- yce í Noregi og er 81 m langur, 17 m breiður og hefur lestarrými fyrir um 1.000 tonn af frystum afurðum á brettum. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um smíðina liggi fyrir í byrjun maí og smíðinni ljúki í árslok 2019. Skipið er svipuð hönnun og tveir frystitogarar fyrir DFFU, dótturfélag Samherja en Rolls Royce hannaði þau skip einnig. Skrokkar skipanna voru smíðaðir í Póllandi en síðari áfanga smíðinnar er í Noregi. Samkvæmt upplýsingum frá HB Granda eru ekki fyrirhugað- ar frekari nýsmíðar af hálfu félagsins að svo stöddu en það gerir nú út 3 frystitogara sem eru byggðir á árunum 1988-1992, 4 ís- fisktogara og 2 uppsjávarveiðiskip. HB Grandi lætur smíða frystitogara Frystitogari HB Granda verður 81 metri að lengd og 17 metra breiður.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.