Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 28
28 „Í þessum nýju togurum erum við að nýta okkur þá bestu þekkingu sem til staðar er í skrokkhönnun skipa og það skilar okkur betra sjóhæfni. Það er fyrst og fremst mikil- vægt fyrir mannskapinn um borð en skilar líka ávinningi í mörgum þáttum, t.d. olíu- sparnaði, rými um borð og ýmsu öðru,“ segir Kristján Vil- helmsson, útgerðarstjóri Sam- herja hf. um nýjan Kaldbak EA 1, skip Útgerðarfélags Akureyr- inga, sem er dótturfélag Sam- herja hf. Eins og fram hefur komið er Kaldbakur EA 1 fyrsti ísfisktogarinn af þremur sem Samherji og ÚA fá á þessu ári frá Cemre skipasmíðastöðinni í Tyrklandi. Smíði Kaldbaks hófst fyrir röskum tveimur árum í Tyrklandi og þessa dagana er smíði Björgúlfs EA 312 að kom- ast á lokastig. Orkan nýtt sem best Kristján segir orkunýtingu og orkusparnað lykilþætti í þess- um nýju skipum. Nýjar vélar eru sparneytnari en áður var og einnig er varmi frá vélunum nýttur til upphitunar. Þá nefnir hann einnig að öll ljós í skipinu eru með LED tækni og nota því mun minni orku en almennt hefur verið í skipum fram til þessa. „Kaldbakur er tæplega 63 metrar á lengd, lítið eitt styttri en gamli Kaldbakur en hins vegar mun breiðari og það skiptir miklu máli fyrir alla vinnuaðstöðu um borð. Það er á allan hátt ólíku saman að jafna við gamla Kaldbak – hér erum við að fá nýtt skip í stað 43 ára gamals skips sem er mik- ið keyrt og orðið úr sér gengið,“ segir Kristján. Nýr Kald- bakur EA 1 til heima- hafnar Rúmgóður matsalur og setustofa. N ý tt fisk isk ip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.