Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 30

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 30
30 Vinnslubúnaður smíðaður á Akureyri Slippurinn Akureyri ehf. mun annast smíði aðgerðar- og vinnslulínu á vinnsluþilfar skipsins. Kristján áætlar að því verkefni verði lokið í júnímán- uði og þá haldi skipið til veiða. „Í aflameðhöndlun á vinnsluþilfari er lögð áhersla á kælingu aflans en við gerum ráð fyrir að aflinn værði kældur með ískrapa í ker,” segir Kristján. Sú breyting er með þessari nýju kynslóð skipa að í stað þess að fiski sé raðað í ker í lest er frá honum gengið á sérstökum hleðlustöðvum á vinnsuþilfari en lyftubúnaður sér um að færa kerin niður í lest. Vinnuaðstæð- ur við frágang aflans í kerin eru þannig talsvert frábrugðnar því sem áður hefur verið. Nýjung í lestarbúnaði Eina af tækninýjungum í Kald- bak er að finna í lest skipsins en Kaldbakur EA er fyrsta fiskiskip- ið í heiminum með nýjum bún- aði frá fyrirtækinu Crane Sol- utions B.V. í Hollandi. Um er að ræða nokkurs konar hlaupakött. „Þessi búnaður nýtist til að flytja kör og að stafla þeim í lestina,“ segir Kristján en í hana kemst um 225 tonna afli. Kristján gerir ráð fyrir að 13 manna áhöfn verði öllu jöfnu á skipinu og er aðbúnaður eins og best verður á kosið. Stærstur hluti áhafnar er í eins manns klefum. Fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa komið að verkefninu, auk starfsmanna Samherja, bæði á undirbúnings- og smíðatíman- um. Þeirra á meðal eru tveir eft- irlitsmenn sem hafa dvalið allan smíða tímann á vegum fyrir- tækisins í Tyrklandi, þeir Baldur Kjartansson og Marius Petco. Þeir fylgja eftir smíði á þeim tveimur togurum sem enn eru í smíðum í stöðinni fyrir Sam- herja ásamt einu systurskipi FISK Seafood. Sjávarútvegsráðherra fagnaði með starfsmönnum Samherja og gestum í brúnni á Kaldbak EA við komu skipsins til Akureyrar. Frá vinstri: Angantýr Arnar Árnason, skipstjóri, Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja hf., Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegsráðherra Sigtryggur Gíslason, skipstjóri og Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri Samherja hf. Klefar eru eins og tveggja manna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.