Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 33

Ægir - 01.02.2017, Blaðsíða 33
33 inn stór skjáveggur þar sem við höfum þau siglinga- og fiskileit- arforrit sem við erum að vinna með hverju sinni. Þetta er fyrsta skipið sem kemur með þessum skjávegg en það er mikill munur að vera laus við hvininn og suð- ið sem fylgir tölvunum.“ Farsæld fylgt Kaldbaksnafninu Sigtryggur nefnir að fyrir skip- stjórana sé einnig mikil bylting að fá það öfluga myndavéla- kerfi sem er um borð í skipinu. Úr brúnni má þannig fylgjast með 16 myndavélum um borð. „Við höfum með þessum hætti mikila yfirsýn á það sem er að gerast í skipinu og mjög skýrar og góðar myndir. Það er mikið öryggi fólgið í því,“ segir Sig- tryggur. Aðalvél Kaldbaks er 1620 kW og af gerðinni Yanmar. Vélin keyrir bæði á svartolíu og gas- olíu. Líkt og annar búnaður skipsins reyndist hún vel á heimsiglingunni, að sögn Hreins Skúla Erhardssonar, yfir- vélstjóra á Kaldbaki. „Það er mjög spennandi að koma heim með nýtt skip og halda síðan til veiða þegar þar að kemur. Ekki síst vegna nafns- ins á skipinu sem á að baki 43 ára sögu hér á Akureyri. Þetta eru ánægjuleg tímamót,“ segir Sigtryggur. Stjórnpúlt fyrir vindubúnað. Að sjálfsögðu eru líkamsræktartæki um borð. Hreinn Skúli Erhardsson, yfirvélstjóri á Kaldbak við aðalvélina sem er japönsk af gerðinni Yanmar frá Marás ehf. Hún brennir bæði svartolíu og gasolíu.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.