Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Síða 8

Ægir - 01.03.2017, Síða 8
8 „Grásleppuvertíðin hefur verið slök hér hjá okkur og stefnir í að veiðin verði þriðjungur af því sem var í fyrra. Það kemur illa við alla hér á staðnum því grásleppuvertíðin skiptir miklu máli fyrir okkar starfsemi og útgerð hér á Drangsnesi,“ segir Óskar Torfason, fram- kvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Drangs ehf. á Drangsnesi. Fyrirtækið var stofnað árið 2000 af heimamönnum og er með einn bát í út- gerð, auk þess að vinna bæði bolfisk af bátum á staðnum og skel sem ræktuð er í Steingrímsfirði. Átján starfsmenn eru hjá Drangi og segir Óskar að á meðan á grásleppuvertíðinni stendur sé vinnslu á bolfiski vikið til hliðar og öll áhersla lögð á vinnslu grásleppu. Veðurguðirnir ekki hliðhollir grá- sleppusjómönnum „Veðrið hefur verið mjög and- snúið grásleppusjómönnunum hjá okkur í vor og sjaldan kom- ið nokkrir dagar í röð sem þeir hafa getað verið með netin í friði á hefðbundnu veiðisvæð- unum. Þrátt fyrir fleiri leyfða veiðidaga en í fyrra þá er alveg ljóst að við verðum með miklu lakari vertíð en þá,“ segir Óskar. Flestir bátar á Drangsnesi hófu grásleppuveiðar þegar leyft var, þ.e. 20. mars síðastliðinn. „Margir bátanna hjá okkur hafa verið með nokkuð stöðuga veiði síðustu ár, skilað um 100 tunnum af hrognum hver. Sum- ir þeirra verða með 30-40 tunn- ur í ár þrátt fyrir fleiri daga. Á Drangsnesi landa 14 bátar á grásleppuvertíðinni, auk þess sem við fáum grásleppu til vinnslu frá fjórum bátum ann- ars staðar. Sumar útgerðirnar eru með tvo báta og geta þá byrjað að róa á seinna tímabil- inu núna í byrjun maí en reynsl- an er sú að oft er erfitt að eiga við grásleppuna þegar lengra kemur fram á vorið. Þá er hún á grynnra vatni og þá getur kom- ið mikill þari í netin ef veður er ekki sæmilegt en vonandi gengur vel hjá þeim sem eiga eftir sína daga núna í maí,“ segir Óskar. Stefnir í 500 tunnur í ár Hjá Drangi ehf. var unnið úr um 600 tonnum af grásleppu á ver- tíðinni í fyrra en hún stóð til 20. maí. „Við söltuðum í 1.350 tunn- ur af hrognum í fyrra en þetta gætu orðið um 500 tunnur í ár. Þetta er slæmt fyrir alla – minni vinna í vinnslunni hjá okkur og mun minna út úr þessu að hafa fyrir bátatútgerðirnar. Síðustu ár hefur verið mikil vinna í grá- sleppunni hér í húsinu en núna er þetta ekki líkt því eins sam- felld vinna,“ segir Óskar. Grásleppa skorin hjá fiskvinnslunni Drangi. Grásleppubúkarnir eru frystir fyrir Kínamarkað og stærstur hluti hrognanna er saltaður. Í fyrsta skipti í ár er hrognum pakkað ferskum fyrir flug og hefur sú vinnsla komið vel út. Grásleppuvertíðin veldur vonbrigðum á Drangsnesi S m á b á ta ú tg erð

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.