Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 9
9 Gengisþróun hefur áhrif á sölu grásleppuafurðanna, líkt og annarra útfluttra sjávaraf- urða en Óskar segir ekki að fullu ljóst hverju þær skili. „Þessi grásleppuafurðasala er svolítið sérstök, menn halda gjarnan að sér höndum og sjá í hvað stefn- ir í framleiðslu á vertíðinni en ég á ekki von á öðru en að það verði auðvelt að selja hrognin. Frystir grásleppubúkar fara sem fyrr á markað í Kína en heildar- myndin af þessu verður skýrari þegar kemur fram lengra fram í maímánuð. Verðið fyrir búkana í Kína hefur heldur verið að síga niður frá því sala hófst þangað fyrir nokkrum árum og því ekki þróast eins og menn vonuðust eftir.“ Fersk grásleppuhrogn sækja á Stærstur hluti grásleppuhrogn- anna er saltaður hjá Drangi ehf. en Óskar segir fyrirtækið einnig vera að reyna fyrir sér með pökkun og útflutningi á fersk- um, kældum grásleppuhrogn- um. Bæði fersku og söltuðu hrognin eru seld til Svíþjóðar og Danmerkur. „Mér sýnist vera talsverð aukning í fersku hrognunum og möguleikar til enn frekari vaxt- ar í þeirri vinnslu. Þetta er tíma- frekari vinnsla en söltunin því ná þarf hrognasekkjunum heil- um en hrognunum er síðan pakkað í frauðplastkassa fyrir flug, með svipuðum hætti og ferkur fiskur er fluttur erlendis. Skilaverðið fyrir fersku hrognin er betra en í þeim söltuðu en á móti kemur að þetta er tíma- frekt og hentar ekki alltaf fyrir vinnslurnar.“ Með allar klær úti eftir verkefn- um Hjá Drangi er vinnsla einn dag í viku á skel úr Steingrímsfirði en þær afurðir fara til innlendra verslana og veitingahúsa. „Við höfum bæði fryst skel og í vaxandi mæli pakkað henni ferskri fyrir viðskiptavini. Síðan erum við einnig að vinna makríl af smábátunum meðan á þeiri vertíð stendur síðsumars en að öðru leyti erum við í botnfisk- vinnslu, hefðbundninni flökun og frystingu. Við reynum þann- ig að vera með allar klær úti til að halda uppi fullri vinnu og gengur ágætlega. En það má aldrei slaka á. Skelin er mjög góður stuðningur fyrir okkur en grásleppuvertíðin skiptir um- talsverðu máli. Það er því slæmt fyrir staðinn og fyrirtækið þegar vertíðin bregst eins og núna. Lítil vinnsla eins og þessi á ekki mikla möguleika í samkeppni við þær stóru í framleiðslu á bolfiskafurðum og þess vegna höfum við farið þá leið að fram- leiða með gamla laginu, frysta flök og framleiða léttsaltaða bita. Bitana framleiðum við í 10 kílóa pakkningar og hefur færst í vöxt að einstaklingar kaupi þessa vöru beint frá okkur. Okk- ur hefur því tekist að efla mark- að fyrir okkar bolfiskafurðir inn- anlands. Það er mikilvægt við þær aðstæður sem hafa verið í gengisþróun krónunnar að vera með fæturna líka í innanlands- markaðnum og smásölunni, ekki bara í útflutningi,“ segir Óskar. Grásleppuvertíðin skiptir miklu máli á Drangsnesi og að sama skapi hefur það veruleg áhrif þeg- ar veiðarnar bregðast á svæðinu, líkt og í ár. Nú stefnir í að aðeins verði saltað í um 500 tunnur, eða um 35% af því sem verkað var í fyrra á staðnum. Skúli ST-75 er einn heimabátanna á Drangsnesi sem hafa verið á grásleppu í vor. Bláskelin er sekkjuð í netpoka og kæld. Varan fer síðan til veitingahúsa og verslana en öll skelframleiðsla Drangs fer á innanlandsmarkað. Vinnsla á bláskel sem ræktuð er í Steingrímsfirði er orðin meðal fastra verkefna hjá fiskvinnslunni Drangi. Einn dag í viku hverri er skipt yfir í skelvinnsluna.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.