Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 10

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 10
10 Fisktækniskóli Íslands býður fjölbreytta þjónustu fyrir fyrir- tæki sem hafa það að leiðarljósi að bæta þekkingu starfsmanna sinna. Námskeiðin hafa verið sérsniðin fyrir hvert fyrirtæki eða haldin námskeið fyrir blandaða hópa úr ýmsum greinum sjávarútvegsins. Fisk- tækniskóli Íslands hefur verið í samstarfi við símenntunarmið- stöðvar um allt land sem boðið hafa upp á grunnnámskeið fyrir fiskvinnslufólk og eru þeim í 12 námsþættir. Námið er ætlað þeim sem starfa við vinnslu sjávarafla, þ.e. í flakavinnslu, frystingu, söltun, skreiðarverk- un, rækju- og skelvinnslu. Mark- mið með námskeiðunum er að auka þekkingu starfsmanna á vinnslu sjávarafla og meðferð aflans allt frá veiðum að borði neytandans ásamt því að styrkja faglega hæfni starfs- manna. Nú á vorönn luku tvö- hundruð manns grunnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk á Snæfells- nesi hjá Símenntunarmiðstöð- inni á Vesturlandi og sá Fisk- tækniskólinn um kennslu. HACCP námskeið Fisktækniskólinn getur sett upp námskeið eftir óskum hvers og eins um tíma og staðsetningu og er starfsfólk skólans alltaf til- búið að setjast niður og skoða hvað það er sem viðskiptavin- urinn leitar að. Nú á vorönn býst fyrirtækjum HACCP nám- skeið þar sem farið er yfir hvað telst til góðra starfshátta. Nám- skeiðið er hugsað fyrir alla þá sem meðhöndla matvæli á einn eða annan hátt. Áhersla er lögð á að þátttakendur skilji grund- vallaratriði HACCP gæðakerfis- ins og geti innleitt það í sínum fyrirtækjum. Mikið er lagt upp úr verkefnavinnu. Þátttakendur vinna m.a. verkefni úr eigin gæðakerfum. Ítarlegri lýsinu á námskeiðinu er að finna á heimasíðu Fisktækiskóla Ís- lands, fiskt.is Vesturland Tvö hundruð manns hafa lokið grunnnámskeiði fyrir fiskvinnslufólk Fisktækniskóli Íslands í Grindavík. Fiskvinnslur á Snæfellsnesi gerðu mikið átak í vetur í starfsmenntamál- um og luku um 200 manns grunnnámskeiði á vorönn. F isk v in n sla

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.