Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 14

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 14
14 þegar best gengur en það er al- veg ljóst að það gerist ekki núna – því miður,“ sagði annar skipstjóri og sagðist reikna með að stefna á strandveiðarnar í sumar. „Ég hef lítið verið á strand- veiðunum en það er fátt annað í boði. Ég hef verið að leigja kvóta en það er alveg útilokað að láta það dæmi ganga upp við þessar aðstæður. Öll gjöld hafa hækkað en fiskverðið hins vegar lækkað. Og það nýjasta er ákvörðun sjávarútvegsráð- herra um að heimila útgerðum að geyma meiri kvóta milli ára en áður, vegna sjómannaverk- fallsins. Það kippir grunninum algjörlega undan því að gera út á leigukvóta og var afkoman nógu slæm fyrir.“ Sleppan skorin á fiskmarkaðnum Sýnt er að grásleppuvertíðin verður aðeins þriðjungur af því sem var í fyrra á sumum veiði- svæðum fyrir Norðurlandi. Hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar voru starfsmenn í óða önn að skera grásleppu þegar þar var litið inn. Hrognin eru tekin frá og tunnurnar fara til verkanda á Siglufirði. Innyflin fara suður yfir heiðar í vinnslu hjá Lýsi hf. en grásleppubúkarnir eru ísaðir og fluttir til Dalvíkur þar sem þeir eru frystir fyrir markað í Kína. Starfsmenn Fiskmarkaðar Siglufjarðar tóku í sama streng og sjómennirnir á bryggjunni og sögðu að vertíðin hjá heima- bátunum hefði verið mikil von- brigði. Grásleppa af Grenivíkur- bátum er líka skorin hjá Fisk- markaði Siglufjarðar og þó veiðisvæði þeirra sé litlu austar en Siglufjarðarbátanna er Grenivíkurgrásleppan engu að síður augljóslega vænni, hver svo sem skýring er þar á. Með- an tíðindamaður Ægis hafði við- dvöl á gólfi fiskmarkaðarins gekk allt eins og smurð vél; hver grásleppan af annarri var skorin og frá hverjum afurða- flokki var gengið eins og vera ber. Og svo er bara að vona að komi betri vertíð næst! Grásleppan komin í kör á bryggjunni og klár í vinnslu hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar. Starfsmenn hjá Fiskmarkaði Siglufjarðar að skera grásleppuna. Bæði er skorið af heimabátum og tveimur bát- um á Grenivík.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.