Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2017, Side 18

Ægir - 01.03.2017, Side 18
18 Náum ekki lágmarkslaunum Afli strandveiðibátanna á Höfn fer alfarið á fiskmarkað og segir Vigfús að alla jafna sé fiskurinn af heimamiðunum vænn og fyr- ir hann fáist ágætt verð. „Fiskverðið hefur verið mjög lágt að undanförnu og þess vegna erum við afar svartsýnir á sumarið hvað það varðar. Við gætum alveg séð allt að 30% lægra verð en í fyrra og miðað við útkomuna í fyrra er erfitt að mæta því. Þrátt fyrir að maður sé að borga sjálfum sér lág- markslaun og innan við það þá ber útgerðin það ekki, þó svo að hámarksafli náist á hverjum degi og róið sé mjög stíft. Við verðum að sjá betri afkomu í þessu, bæði til að menn geti haldið launum, viðhaldið bát- unum og annað sem til þarf. Stærsta skýringin á þessari stöðu sem uppi er núna er gengisþróunin að undanförnu og hún snertir okkur strand- veiðimennina eins og aðra í greininni. Hljóðið er mjög þungt í strandveiðimönnum al- mennt, vegna fiskverðsins og þess hversu lítið við fáum að veiða en flestir ætla að róa, enda kostar alltaf sitt að eiga bátana og mikilvægt að ná inn á þá þeim tekjum sem mögu- legt er,“ segir Vigfús. Skorar á þingmenn að efla strandveiðikerfið Höfn tilheyrir D-svæði strand- veiðiskerfisins en mikil við- brögð urðu við þeirri ákvörðun Gunnars Braga Sveinssonar, þá- verandi sjávarútvegsráðherra, þegar hann skerti í fyrra há- marksafla á svæðinu um 200 tonn. Smábátasjómenn í Hrol- laugi á Höfn brugðust mjög hart við þessari ákvörðun og gáfu ráðherranum rauða spjald- ið fyrir. Vigfús segist því fagna þeirri ákvörðun Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, núverandi sjáv- arútvegsráðherra, að auka heildaraflann á D-svæðinu á nýjan leik um 200 tonn. „Já, auðvitað erum við ánægðir með þessa leiðrétt- ingu á ákvörðun ráðherra á síð- asta ári en engu að síður eru heimildirnar í strandveiðinni alltof litlar. Í heild er verið að bæta við 200 tonnum milli ára en strandveiðarnar eiga að okk- ar mati miklu meira inni í aukn- ingu miðað við aukningu heild- arafla síðustu ár. Þar munar þúsundum tonna ef litið er aft- ur til ársins 2011 þannig að strandveiðin hefur því miður ekki fengið réttláta meðferð hjá stjórnvöldum. Núna eru komin fram tvö frumvörp á Alþingi, bæði frá VG og Pírötum, þar sem lagðar eru til breytingar til eflingar á strandveiðikerfinu. Við Hroll- laugsmenn styðjum þær heils- hugar og ég skora á þingmenn að samþykkja annað hvort þessara frumvarpa. Þau eru skref í átt að aukinni sanngirni og ég vona að stjórnmálamenn sjái að sér og grípi í taumana því út um allt land má sjá hversu jákvæð áhrif strandveið- in hefur haft í byggðarlögun- um. Þetta kerfi hefur sýnt sig vera mjög áhrifamikið skref í byggðafestu út um landið en ég vil bæði sjá aukningu heild- arafla og að þessi „ólympíski“ veiðihvati hverfi úr kerfinu. Kapphlaup í veiðum á smábát- „Auðvitað væri allra best að mínu mati að krókaveiðar yrðu alfarið gefnar frjálsar, íslensk fiskveiðiþjóð á það skilið að hafa þau tækifæri fyrir þegna sína. Ég hef enga trú á að smábátaflotinn gæti ógnað viðgangi fiski- stofna við Ísland þó krókaveiðar yrðu frjálsar. Það er ofmat,“ segir Vigfús.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.