Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2017, Qupperneq 22

Ægir - 01.03.2017, Qupperneq 22
22 Tvö frumvörp til breytinga á strandveiðikerfinu hafa verið lögð fram á Alþingi og eru þar til meðferðar í atvinnuvega- nefnd. Annars vegar er um að ræða frumvarp sex þingmanna Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og hins vegar frum- varp fjögurra þingmanna Pí- rata. „Ólympíska“ sóknin hverfi Þingmenn VG leggja vilja gera þá meginbreytingu á kerfinu að veiðidagar í hverju mánuði verði 12 á strandveiðitímabilinu 2017. Með því verði klippt á það kapphlaup sem núgildandi kerfi feli í sér. „Breytingin sem hér er lögð til felur einnig í sér aðgerð til að auka öryggi sjómanna á strandveiðibátum. Sá ágalli hefur verið á gildandi fyrir- komulagi að veiðarnar hafa verið það sem kallað er „ólymp- ískar“ sem birtist í því að sjó- menn hafa keppst um að ná þeim afla sem heimilað er á sem skemmstum tíma og áður en aflaheimildin yrði upp urin. Þetta hefur leitt til þess að stundum hafa menn róið á minni bátum þótt ekki viðraði til þess og fylgir því að sjálf- sögðu aukin slysahætta. Með þeirri breytingu sem hér er lögð til ætti að vera dregið mjög úr hvata til „ólympískrar“ sóknar og þar með slysahættu,“ segir í greingargerð með frum- varpinu en breytingin felur í sér að horfið er frá því að loka svæðum í hverjum mánuði þegar ætluðu veiðimagni er náð. Frumvarpið miðar við að veiðar verði eftir sem áður óheimilar á föstudögum, laug- ardögum og sunnudögum. „Val um daga eru einu breytingarn- ar sem frumvarpið gerir ráð fyr- ir að verði á fyrirkomulagi strandveiða. Frumvarpið gerir ráð fyrir að breytingin sem lögð er til gildi aðeins fyrir strand- veiðitímabilið sem hefst 2. maí næstkomandi. Ekki þykir rétt að hafa 12 daga val ótíma- bundið þar sem óvissa er um hversu mikið strandveiðibátar veiða með þessu breytta fyrir- komulagi,“ segir í greinargerð- inni. Tvöfalt lengra veiðitímabil Þingmenn Pírata ganga talsvert lengra í sínum tillögum. Stóra breytingin er sú að strandveiði- tímabilið verði átta mánuðir en ekki fjórir eins og nú er. Og í raun verði strandveiðitímabilin tvö, frá 1. mars til 31. ágúst og hins vegar frá 1. september til 31. október en sem kunnugt er hefst nýtt fiskveiðiár 1. septem- ber. Lagt er til að veiðidagar verði á þessu tímabili 50 í heild og að veiðar verði heimilar á sunnudögum. Óheimilt verði áfram að stunda strandveiðar á föstudögum og laugardögum. Píratar vilja halda 650 kg há- marksafla á sólarhring en þeir vilja taka upp nýja aflareglu, þannig að á árunum 2017, 2018 og 2019 úthluti ráðherra afla- marki í þorski smiðað við 20% aflareglu en Hafrannsókna- stofnun skuli gefa út heildar- veiði í þorski miðað við 22% aflareglu og skuli því magni sem er umfram viðmið um 20% aflareglu einungis ráðstafað til strandveiða. „Í nýrri aflareglu er gert ráð fyrir að þorskveiðar aukist um 2% af heildarstofni þorks að há- marki. Full nýting í strandveiði- kerfinu miðast við að hver bát- ur fari 50 sinnum á sjó innan tímabilsins og að hver bátur taki 650 kg í þorskígildum talið sem eru 32,5 tonn á hvern bát. Miðað við 650 báta eru þetta 21.125 tonn. Þó er það fulllangt gengið í áætlunum að hver bát- ur nái alltaf hámarki hvers dags þó að möguleiki sé á að bátum fjölgi, en fyrstu árin sem strand- veiðar voru stundaðar voru bát- arnir 700. Þetta virðist vera nokkurn veginn hámarksfjöldi báta miðað við þá báta sem hægt er að sjósetja á komandi árum. Nýsmíði báta er dýr kostnaðarliður við útgerð og því eru nokkur ár þangað til ný- ir bátar bætast í pott mögu- legra sjósækjenda,“ segir í greinargerð með frumvarpinu. Tvö þingmál um breyt- ingar á strandveiðum Fyrirkomulag strandveiða og breytingar á kerfinu koma til kasta Alþingis. S tra n d v eiði

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.