Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 23

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 23
23 S m á b á ta r „Þetta eru í grunninn Mitsubis- hi og Deutz vélar sem Solé Dies- el á Spáni útfærir sem annað hvort skrúfuvélar fyrir minni báta eða ljósavélar. Solé eru vélar sem eru tilvaldar í smá- bátana, hvort sem verið er að byggja nýja báta eða endurnýja vélarnar,“ segir Hjalti Sigfús- son, framkvæmdastjóri MD véla ehf. um Solé vélarnar sem fyrir- tækið er með umboð fyrir. Í boði eru margar gerðir og út- færslur af vélunum. Solé verk- smiðjuarnar á Spáni hafa fram- leitt vélbúnað í um 100 ár og hafa MD vélar verið með um- boð fyrir þær um árabil. Allt niður í smæstu bátavélar „Við tókum þetta umboð árið 1990 þar sem þessar vélar byggja á grunni Mitsubish vélanna sem við þjónustum. Solé kaupir í sína framleiðslu vélagrunninn frá Mitsubishi í Japan og raunar einnig frá Deutz í Þýskalandi og býður síðan fjöl- breyttar útfærslur í skrúfuvélum og ljósavélum. Með öðrum orðum eru minni vélar sérgrein Solé en minnstu vél- arnar eru allt niður fyrir 20 hestöfl í stærð og síðan upp undir 300 hestöfl, þær stærstu. Þessar vélar eru bæði hentugar í smábáta eins og gerðir eru út hér á landi, skútur og aðra minni báta. Ljósavélar frá Solé eru einnig fáanlegar í sérstök- um hljóðeingruðum kassa, sem t.d. er eftirsóknarvert í skútum, skemmtibátum, hvalaskoðun- arbátum eða öðrum bátum þar sem menn vilja takmarka há- vaða eins og mögulegt er,“ seg- ir Hjalti. „Solé er með einstaklega góða varahlutaþjónustu, stóran lager og stuttan afgreiðslutíma. Solé býður einnig fjölmargar útfærslur, svo sem þurrt púst, utanborðskælingu og margt fleira. Einnig úrval fylgihluta eins og skrúfubúnað, pústkerfi og fleira,“ segir Hjalti en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni mdvelar.is og sol- ediesel.com. Tæknilega þróaðar vélar Mjög breytilegt er eftir stærð báta og veiðiskap hversu stórra vélar eru valdar í þá. „Stærstu hraðfiskibátarnir, allt upp 30 tonna bátar, eru að nota enn stærri vélar, allt upp í 1000 hestöfl. Í smábátaútgerðinni hjá okkur hér á landi er mikill fjöldi minni báta sem Solé vél- arnar eru tilvaldar í, t.d. bátar sem eru á strand- veiðum, krókaveiðum, grá- sleppu, makríl eða minni línubátar. Alltaf kemur að því að þurfi að endurnýja gamlar vélar í þessum bátum og er um að gera fyrir bátaeigendur að hafa samband við okkur og kynna sér valkostina frá Solé. Þá getum við ráðlagt þeim hvaða valkostir eru bestir í vélum eftir þeim verkefnum sem bátunum er ætluð. Það hefur verið mikil tækniþróun í vélunum frá Solé allra síðustu ár og eru að mínu mati mjög áhugaverðar vélar fyrir bátaflotann,“ segir Hjalti Solé vélarnar góður valkostur fyrir smábáta segir Hjalti Sigfússon hjá MD vélum Hjalti Sigfússon, framkvæmdastjóri MD véla.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.