Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 24

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 24
24 „Heyrðu. Ég er hérna á rúllunni á Kirkjuhrauni út af Herdísar- víkinni. Það er búið að vera ágætis rjátl bara. Annars hefur þetta verið voðalega gloppótt hérna eftir stoppið. Einn bátur- inn er að reka í hann og aðrir að fá lítið. Auður var til dæmis að fá 15 tonn hérna rétt hjá okkur um daginn, en við vorum með mun minna. Hann er hérna þorskurinn, en er bara ekki byrjaður að taka ennþá. Það er mokveiði í öll önnur veiðarfæri. Hann er ekki byrjaður að taka línuna enn, hann er bara enn að hrygna. Ekki alveg tilbúinn fyrir okkur ennþá,“ sagði Har- aldur Björn Björnsson, skip- stjóri á Gísla Súrssyni, þegar slegið var á þráðinn til hans úti á sjó. Þegar Haraldur kom með bátinn inn til löndunar síðar um daginn var annað hljóð í hon- um. „Við erum með tíu til ellefu tonn. Þetta er allt að koma.“ Bera um 18 tonn í körum Gísli Súrsson er gerður út af Ein- hamri í Grindavík eins og „eigin- kona hans“ Auður Vésteins. Bát- arnir hafa verið að fiska mjög vel. Gísli var með tæp 1.900 tonn í fyrra og Auður rétt rúm 1.900. Þetta eru smábátar af stærstu gerð, 29 tonn og 14,9 metrar að lengd og bera um 18 tonn í körum. Þeir voru afhentir árið 2014 og eru því á þriðja ár- inu núna. „Þetta skeði líka í fyrra. Þá byrjaði veiðin ekki fyrr en bara um 25. -26. apríl. Veiðin var líka farin að minnka fyrir stoppið, var í svona 5 til 8 tonnum í stoppinu, en þá fórum við bara utar. Það er styst 25 mílur héð- an í suðvestur út fyrir hrygning- arhólfið. Nú fer þetta að bresta á, held ég,“ sagði Haraldur þeg- ar við snérum okkur aftur að veiðunum. Hann segir annars að þetta gangi bara vel og hann kvarti ekki. Þeir mokveiddu fyrr í vetur þegar þeir réru frá Stöðvarfirði. „Það var mok í janúar og febrú- Landað úr Gísla Súrssyni. „Hjónin“ Auður Vésteins og Gísli Súrsson við bryggju í Grindavík. Báðir bátarnir hafa frá upphafi fiskað mjög vel. S m á b á ta ú tg erð

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.