Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2017, Side 25

Ægir - 01.03.2017, Side 25
25 ar fyrir austan. Þá var mokveiði við Hvítingana, alltaf fullur bát- ur.“ 14 mílna löng lína Þeir eru með um 20.000 króna og er línan tæpar 14 mílur. Um tvo og hálfan tíma tekur að leggja og átta til níu tíma að draga ef allt gengur vel. Aflan- um er landað hjá Einhamri sem gerir bátana út og fer nánast allt utan ferskt með flugi, þorsk- ur og ýsa, en það litla sem er af öðru fer á markað. „Fiskurinn hefur verið mjög vænn í vetur. Ef vandamálið er eitthvað, er það að hann er of stór. Mér finnst aflinn alltaf vera að aukast ár frá ári, hvort það er vegna þess við erum að verða betri að veiða eða meira af fisk- inum er ég ekki viss um. Ástandið er allavega ekki að versna, ef eitthvað er, þá er það að lagast,“ segir Haraldur. Hann segir að þetta séu hörku bátar, sérstaklega eftir að gírókúlan var sett í þá. Það er 700 kílóa stykki sem snýst mörg þúsund snúninga á mínútu og stabíliserar veltinginn á bátnum virkileg vel. „Við fundum alveg svakalegan mun. Það hvarf helmingurinn af veltingnum, en áður fann maður ansi mikið fyr- ir honum þangað til um tíu tonn voru komin í bátinn. Þetta eru burðarmiklir og góðir bátar og fara núna mjög vel með mann,“ sagði Haraldur. Á rúllunni á Kirkjuhrauni Skipstjórinn Haraldur Björn Björnsson. Myndir og texti: Hjörtur Gíslason.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.