Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2017, Page 26

Ægir - 01.03.2017, Page 26
26 „Þetta var besti róðurinn eftir hrygningarstoppið, um sjö tonn. Fyrstu dagana eftir stopp var þetta frekar rólegt en nú er þetta allt að koma. Þó okkur finnist það kannski ekki mikið í dag, telst þetta sennilega vera rótfiskirí á línu miðað við sögu- legt samhengi. Mikið svona um og yfir 200 kíló á bala, sé sú við- miðun notuð. Áður en lokað var vorum við oft að landa svona 7 tonnum, en eftir opnun hefur þetta verið 4 til 5 tonn, þar til nú. En nú er þetta að byrja, við erum með rúm sjö tonn.“ Þetta segir Magnús Guð- jónsson, skipstjóri á Indriða Kristins BA. Hann er með bátinn á móti Indriða bróður sínum, föst áhöfn er sex manns en fjór- ir um borð hverju sinni. Það er Þórsberg á Tálknafirði sem gerir bátinn út. Þórsberg var á sínum tíma stofnað af afa Magnúsar, Magnúsi Guð- mundssyni. Indriði Kristins er 22 tonna smábátur smíðaður í Trefjum og afhentur í desember 2015. Og hafa bræðurnir verið að róa á honum síðan þá. Þórs- berg gerði áður út 350 tonna bát, Kóp, og var með fiskvinnslu og stjórnaði Guðjón, faðir Magnúsar fyrirtækinu. Kópur var smíðaður 1968 og hét upp- haflega Tálknfirðingur og var fyrst í eigu Hraðfrystihúss Tálknafjarðar. Hann var síðan seldur um 1980 og fór frá Tálknafirði, en Þórsnes keypti hann 1982 og hét hann þá Kóp- ur. Magnús var skipstjóri þar í 10 ár áður en báturinn var seld- ur. „Kópur var seldur með kvóta til Hóps í Grindavík og þeir sem keyptu voru fyrst og fremst að Besti túrinn eftir hrygningarstopp rætt við Magnús Guðjónsson annan skipstjórann á Indriða Kristins BA Indriði Kristins kemur til hafnar í Grindavík. Skipstjórinn Magnús Guðjónsson á krananum S m á b á ta ú tg erð

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.