Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 27

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 27
27 hugsa um kvótann. Báturinn hefur engu að síður fengið upp- lyftingu og er að fara til Noregs, þar sem hann var smíðaður upphaflega. Maður hefði haldið að hans tími væri búinn en svo var ekki.“ Með góðan kvóta „Við fengum borgað fyrir gamla bátinn og kvótann að mestu leyti með heimildum í króka- aflamarkskerfinu og við erum nú með meiri kvóta á þessum bát en var á gamla bátnum því heimildir í litla kerfinu eru ódýr- ari en í því stóra. Við áttum líka eitthvað á gamla Indriða Krist- ins. Maður er búinn að upplifa það að vera á bát með litlum kvóta og nú erum við hinum megin á bitanum, höfum úr nógum heimildum að spila. Það er allt annað og betra þó það sé meira puð að vera á þessum smærri bátum. Við löndum öllu óslægðu og kvótinn svarar til um 1.500 tonna af óslægðu,“ segir Magnús. Þeir landa öllu á markað og hafa ekki verið í neinum bein- um viðskiptum síðan þeir byrj- uðu með þennan bát. Þeir bræður réru frá Nes- kaupstað frá því í ágúst og fram eftir hausti og líkaði vel þar. „Við fengum góða þjónustu þar og vorum ánægðir með lífið og til- veruna. Við fiskuðum mjög vel og gekk allt í haginn. Verðin voru þokkaleg en þó slakari en verið hafði, enda krónan alltof sterk. Síðan fórum við til Tálkna- fjarðar í desember og mokfisk- uðum þar. Staðreyndin er sú að við erum með það mikinn kvóta, að ef við ætlum að ná honum verðum við að vera þar sem er einhver fiskur. Það er ekkert hægt að hanga í ein- hverjum nöturlegheitum. Við vorum fyrir vestan fram til 10. mars. Þá var loðnan komin í Breiðafjörðinn og ekkert að hafa nema steinbít. Við erum með einhvern smávegis stein- bítskvóta en bara til að taka með þorskinum. Við höfum engan áhuga á að liggja í stein- bít. Það er svo lágt verðið á honum.“ Þeir eru því með bátinn í Grindavík núna en þar búa báð- ir bræðurnir og eru giftir systr- um; dætrum Hjálmars heitins Haraldssonar, sem var með Oddgeir í áratugi. Bara hálftíma stím Indriði Kristins er með beitning- arvél með 17.000 króka. Magn- ús segir að stímið sé 3 til 4 tímar og fari alveg sólarhringurinn í að leggja og draga eins þetta hafi verið fyrir vestan. Svo þurfi menn aðeins að leggja sig og það sé gert eftir að línan er komin í sjóinn og er farin að vinna. „Við erum svona tvo tíma að leggja og sjö tíma að draga, 2 tíma að landa og með löngu stími rétt hrekkur sólarhringur- inn í þetta. En hér frá Grindavík er bara hálftími í stím og það er mun þægilegra,“ segir Magnús Guðjónsson. Myndir og texti: Hjörtur Gíslason. Indriði Kristins kemur til hafnar í Grindavík. Thomas Branson tekur við körunum, sem skipstjórinn hífir í land. Guðmundur Einar kom á bryggjuna til að hjálpa pabba sínum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.