Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 28

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 28
28 Árlegu togararalli Hafrannsóknastofnunar lauk síðla marsmánaðar en rallið er mikilvægur liður í stofnmælingum botnfisktegunda við landið og leggur, ásamt haustrallinu, grunn að ráðleggingu stofn- unarinnar um heildarafla komandi fiskveiðiárs. Veigamestu tíðindi mælinganna eru styrk staða þorskstofnsins, há stofnvísitala og mik- il meðalþyngd eldri árganga. Stofnvísitala þorsksins er sú hæsta sem mælst hefur frá upphafi mælinganna árið1985. Þorskur allt í kringum landið „Stofnvísitala þorsks hefur hækkað nær samfellt frá árinu 2007 og mældist nú sú hæsta frá upphafi rannsóknanna árið 1985. Hækkun vísitölunnar má einkum rekja til aukins magns af stórum þorski og í ár var vísitala allra lengdarflokka stærri en 55 cm yfir meðaltali rannsókna- tímabilsins. Í ár fékkst mikið af 85-105 cm þorski, en lítið mæld- ist af 35-55 cm þorski sem rekja má til lítils árgangs frá 2013. Árgangar 2014 og 2015 mælast nú nálægt meðaltali í fjölda. Fyrsta mat á 2016 ár- gangi bendir til að hann sé lé- legur. Útbreiðsla þorsks var meiri en í mörgum fyrri stofn- mælingum í mars og góður afli fékkst á stöðvum allt í kringum landið. Mest fékkst af þorski ut- arlega á landgrunninu, frá Vík- urál norður og austur um að Hvalbakshalla og óvenju mikið fékkst af þorski við sunnanvert landið. Hjá flestum aldurshópum þorsks yngri en 7 ára var meðal- þyngd nálægt meðaltali áranna 1996-2017. Mælingarnar í ár og í fyrra sýna þó að árgangurinn frá 2015 er sá léttasti frá 1996. Þorskur 7 ára og eldri mældist yfir meðalþyngd. Magn fæðu í þorski var um og yfir meðallagi og var loðna lang mikilvægasta bráð þorsks- ins eins og ávallt á þessum árs- tíma. Mikið var af loðnu í mög- um þorsks við suðurströndina og fyrir norðan land, en minna en oft áður út af Breiðafirði og Vestfjörðum. Af annarri fæðu má helst nefna kolmunna, síld, rækju og ljósátu,“ segir í saman- tekt Hafrannsóknastofnunar á niðurtöðum stofnmælinganna. Ýsan vex hægt en örugglega Mælingarnar sýna einnig hækk- un stofnvísitölu ýsu frá fyrra ári. Hún hækkaði verulega á árun- um 2002-2006 í kjölfar góðrar nýliðunar og aukinnar út- breiðslu norður fyrir land en fór síðan lækkandi og mældist lág á árunum 2010-2016. „Lengdardreifing ýsunnar sýnir að 40-55 cm ýsa er undir meðaltali í fjölda, en stærri ýsa er yfir meðaltali. Lengdardreif- ing og aldursgreiningar benda til að árgangurinn frá 2014 sé sterkur, en hann kom í kjölfar sex lélegra árganga. Árgangar 2015 og 2016 mældust undir meðalstærð. Ýsan veiddist á landgrunn- inu allt í kringum landið en meira fékkst af ýsu fyrir norðan land en sunnan. Breyting varð á útbreiðslu ýsunnar fyrir rúmum áratug, en árin 1985-1999 fékkst alltaf meira af ýsu við sunnan- vert landið. Meðalþyngd ýsu eftir aldri hefur farið vaxandi á undan- förnum árum og mældist nú yfir meðaltali hjá öllum aldurshóp- um nema þriggja ára. Það er í samræmi við fyrri niðurstöður sem sýna að sterkir árgangar ýsu vaxa hægt. Magn fæðu í ýsumögum var minna en und- anfarin ár. Loðna var rúmlega helmingur af fæðu stærstu ýsunnar líkt og fyrri ár, en smærri ýsa étur hlutfallslega meira af botndýrum svo sem slöngustjörnum og burstaorm- um.“ Hæsta vísitala ufsa í áratug Að sama skapi hækkaði stofn- vísitala ufsa milli ára og er hærri en verið hefur í áratug. Hafrann- sóknastofnun setur þó þann fyr- irvara hvað ufsann varðar að stofnvísitala tegundarinnar ráð- ist oft af miklum afla í stökum togum og því séu staðalfrávik í mælingunum há. Svo hafi þó ekki verið nú og mikið mælst af 50-60 cm ufsa, fimm ára göml- um, en sá árgangur mældist einnig stór í togararallinu í fyrra. Mest fékkst af ufsa fyrir norð- vestan og sunnanvert landið. Af öðrum stofnum má nefna að litlar sveiflur eru á keilu og löngu. Vísitala löngu hefur verið há frá árinu 2012 og er enn. Mest er af keilu 40-65 cm. Vísitala allra lengdarflokka steinbíts að 70 cm lengd var undir meðaltali rannsóknatím- ans en hann steinbítur fékkst víða, mest á Vestfjarðamiðum. Óvenju mikið fékkst nú af stein- bít á grunnstöðvum við sunnan- verða Vestfirði. Hlýrinn í lægð en litli karfi í sókn „Mikið fékkst af grásleppu í marsralli á árunum 1985-1990, en um helmingi minna næstu tíu árin. Upp úr aldamótum fór stofnvísitalan hækkandi en lækkaði síðan aftur til ársins 2013. Vísitala grásleppu hefur síðan hækkað og mældist nú svipuð og undanfarin tvö ár. Stofnvísitala hlýra hækkaði á árunum 1990-1996 en hefur lækkað mikið síðan þá. Vísitölur Stofnvísitala þorsks nær nýjum hæðum Meðalhiti sjávar við botn á mismunandi svæðum í marsralli 1990-2016. NV er svæðið frá Látrabjarg að Kögri, N er svæðið frá Kögri að Gerpi, SA nær frá Gerpi að Hornafirði og S-svæðið er frá Hornafirði vestur um að Látrabjargi. B otn fisk a r

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.