Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2017, Page 31

Ægir - 01.03.2017, Page 31
31 háðar því hversu veiðanlegur fiskur er á svæðinu á þeim tíma- punkti sem við förum þar yfir í mælingunum. Á það geta ýmsir þættir haft áhrif, svo sem loðnugengd og fleira. Þannig getur komið fyrir að við sjáum miklar sveiflur milli mælinga sem erfitt er að sjá eina tiltekna ástæðu fyrir. Niðurstöður úr síð- asta haustralli voru til dæmis talsvert lakari í þorskinum en við bjuggumst við. Útkoma úr báðum þessum röllum eru því lagðar til grundvallar stofnmat- inu, auk annarra mælinga sem við erum að gera árið um kring,“ segir Jón og bætir við að mikil loðnugengd nú á vetrarmánuð- unum sé líkleg til að hafa áhrif á niðurstöður togararallsins í mars. „Sem dæmi fengum við óvenju mikið af stórum þorski við suðurströndina en þegar við vorum að mæla þá var loðnan að fara yfir suðursvæðið. Það má segja að allt sé á mikilli ferð í lífríki sjávarins á þessum árs- tíma vegna loðnugengdarinn- ar,“ segir Jón en togararallið í mars var nú framkvæmt 33. árið í röð og hefur alltaf verið togað með sama hætti. „Með þessum stöðluðu aðferðum við mæling- arnar fáum við samanburðar- hæfar niðurstöður frá einu ári til annars og þannig þarf það að vera í rannsóknum af þessu tagi.“ Þorskurinn lengdarmældur í togararallinu nú í vor. www.matis.is H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5- 20 76 Hugsaðu inn í boxið ... Flest nýsköpun felst í að koma auga á nýja möguleika í því sem fyrir er. Finna not fyrir það sem áður var hent. Sjá tengingar sem aðrir sjá ekki. Okkar hlutverk er að auðvelda þeim sem þetta geta að pakka hugmyndunum sínum inn og koma þeim í framkvæmd, okkur öllum til hagsbóta. Matís er öflugt þekkingarfyrirtæki sem sinnir ölbreyttu rannsóknar-, þjónustu- og nýsköpunarstarfi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.