Ægir

Volume

Ægir - 01.03.2017, Page 33

Ægir - 01.03.2017, Page 33
33 bundnar vikulegar millilanda- siglingar til Þorlákshafnar og í tilefni tímamótanna var íbúum Sveitarfélagsins Ölfus, nærsveit- armönnum og öllum sem áhuga höfðu boðið að skoða ferjuna þegar hún kom í fyrsta sinn til hafnar í Þorlákshöfn. Mögnuð stund fyrir heimamenn „Það er bara mögnuð stund að fá þetta skip hingað og þetta verkefni og ég held að þetta hljót bara að vera einn stærsti dagur í sögu þessa samfélags,“ sagði Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um komu skipsins. Til að undirbúa komu ferj- unnar hafa staðið yfir miklar hafnarframkvæmdir í Þorláks- höfn og er m.a. búið að fjar- lægja Norðurvararbryggjuna og dýpka höfnina. Fram- kvæmdirnar hafa gengið mjög vel og segir Linda að það hafi verið mjög ánægjulegt að vinna með bæði bæjar- og hafnarstjórn Ölfuss. „Við hjá Smyril Line Cargo hlökkum til enn frekara samstarfs á kom- andi árum.“ Stjórnendur Smyril Line Cargo í Færeyjum voru við- staddir athöfnina í Þorlákshöfn í byrjun apríl og sagði stjórnar- formaðurinn, Jens Meinhard Rasmussen, að þeir hefðu gælt við það í mörg ár að sigla til Þorlákshafnar. Staðsetningin væri frábær, rétt hjá Reykjavík, en þar til nú hefði höfnin verið vandamálið. Höfnin er góð þó aðstaðan sé heldur þröng eins og er en frekari úrbætur eru fyr- irhugaðar, sagði skipstjóri Myk- inesins, Johan av Reyni, en ferj- an er engin smásmíði, eða 19 þúsund tonn, ríflega 138 metra löng, tæplega 23 metra breið og getur flutt 90 tengivagna og 500 bíla í hverri ferð. Mykinesið er með stærstu, ef ekki stærsta skip sem lagst hef- ur að bryggju í Þorlákshöfn og var Hjörtur Bergmann Jónsson hafnarstjóri að vonum kampa- kátur á þessum merkisdegi í sögu byggðalagsins. „Mér finnst frábært að þetta sé að gerast og að Smyril Line skuli hafa kjark og þor að hefja þessar siglingar.“ Skipstóri ferjunnar, Johan av Reyni, á tali við tvo af gestunum. Hann segir höfnina góða þó aðstaðan sé heldur þröng en frekari úrbætur séu fyrirhugaðar.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.