Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 38

Ægir - 01.03.2017, Blaðsíða 38
38 K rossg á ta F réttir Þann 25. apríl síðastliðinn hafði verið landað 1.629 tonnum af grásleppu á vertíðinni. Það er samkvæmt tölum Fiskistofu Ís- lands tæplega helmingi minni afli en á síðustu vertíð en þá hafði verið landað 3.219 tonn- um á sama tíma. Tölulegur sam- anburður frá 2011 sýnir að þetta er önnur slakasta grá- sleppuvertíðin á þessu tímabili en sú besta var í fyrra. Alls hafa 157 bátar sótt um grásleppuleyfi á vertíðinni og er vakin athygli á því á vef Fiski- stofu að aðeins voru gefin út fjögur leyfi á svæðinu frá Hvít- ingum vestur að Garðsskaga. Aftur á móti voru 77 grásleppu- leyfi gefin út á svæðinu frá Skagatá austur að Fonti á Langanesi. Bakkafjarðarbáturinn Finni NS hafði þann 25. apríl landað rösklega 39 tonnum og var afla- hæstur. Næstur kom Glettingur NS með rúmlega 34 tonn, Sig- urey ST með 33 tonn, Fengur ÞH með rúm 32 tonn og Hólmi NS með rúmlega 31 tonn. Fiski- stofa bendir á að hvorugur efstu bátanna tveggja náði inn á topp 100 lista aflahæstu grá- sleppubáta á síðustu vertíð. Grásleppuvertíðin Aflinn tæplega helmingi minni en í fyrra Hér má sjá aflastöðuna 25. apríl á vertíðinni í ár, miðað við sama dag á síðustu fimm vertíðum þar á undan.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.