Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 8
8 „Við erum að taka safnið allt í gegn, endurbyggja salina, byggja við nýja afgreiðsluað- stöðu og setja upp tvær nýjar sýningar. Markmiðið er að ná betur til ferðafólks og bjóða því m.a. að fræðast um sögu sjó- sóknar hér á Hellissandi,“ segir Þóra Olsen sem sæti á í stjórn sjálfseignarstofnunar um Sjó- minjasafnið á Hellissandi. Rekst- ur og uppbygging safnsins er að fullu í höndum áhugasamra heimamanna sem hafa safnað styrkjum til framkvæmdanna og uppsetningar nýju sýning- anna tveggja. „Við fengum Björn G. Björns- son, leikmyndahönnuð, til liðs við okkur varðandi hönnun sýn- inganna og að verkefninu koma bæði iðnaðarmenn og sjálf- boðaliðar. Verkefnið er fjár- magnað með styrkjum og kost- ar vissulega talsvert en við vilj- um gera þetta af metnaði,“ seg- ir Þóra. Þurrabúð Þorvaldar og fiskibáturinn Bliki Elsti hluti safnsins er endurgerð af Þorvaldarbúð sem er ein af síðustu þurrabúðunum á Hellis- sandi en nýrri safnbyggingarn- ar í Sjóminjagarðinum hýsa sýningarnar tvær. Önnur sýn- ingin ber yfirskriftina Náttúran við haf og strönd og þar má m.a. sjá uppstoppaða fugla, fiska og lifandi myndir. Í hinum sýningarsalnum er aðal sýning- argripurinn fiskibáturinn Bliki sem er elsti fiskibátur varðveitt- ur á Íslandi, smíðaður árið 1826. Sú sýning ber yfirskriftina Sjó- sókn undir jökli og er þar farið yfir sjósókn á svæðinu í gegn- um aldirnar. „Þessi sýning end- urspeglar útræði hér á svæðinu og endurspeglar um leið sjó- sókn fyrri tíma um allt land. Með sýningunum og endurbót- unum verður til mjög áhuga- vert safn fyrir ferðamenn að sækja og við vonumst til að fá sem flesta til okkar í sumar í Sjóminjagarðinn,“ segir Þóra. Hellissandur Nýjar sýningar í Sjóminjasafninu Þorvaldarbúð og safnhúsin tvö í Sjómannagarðinum á Hellissandi. Myndir: Þóra Olsen Miðpunktur sýningarinnar Sjósókn undir jökli er fiskibáturinn Bliki sem smíðaður var árið 1826. Keppst er við að ljúka framkvæmdunum og uppsetn- ingu sýninganna í safninu en stefnt er að opnun á sjómannadaginn. S öfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.