Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 19

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 19
19 mikið um siglingar m.a. til borg- anna Hull og Grimsby í Bret- landi,“ segir hann og rifjar upp að í einni siglingunni festi hann kaup á geislaspilara, hlut sem fáir höfðu á þeim tíma séð í heimabænum. „Menn gerðu sér sérstakar ferðir hingað heim til að berja þetta undur augum og þótti mikið til koma,“ segir hann. Rækjuveiðar voru stundaðar af kappi á Dalborginni yfir sum- armánuðina og segir Davíð að vel hafi gengið á þessum tíma. „Þetta var ágætis veiðiskapur, einkenndist af rólegheitum, enginn asi í kringum þessar veiðar. Rækjan gaf sig einkum að næturlagi en síður yfir dag- inn. Túrarnir voru frekar stuttir, við vorum yfirleitt búnir að fylla á fjórum fimm dögum,“ segir Davíð. Á haustin var skipt um og m.a. farið á kola sem siglt var með til Bretlands. Héldu að maður hefði farið fyrir borð Dalborg var á sínum tíma ágæt- is skip að sögn Davíðs miðað við þá tíma sem hún var í notk- un. Segl voru á síðum, sem veitti skjól á bæði borð. Ein- hverju sinni við veiðar út af Blakki fékk skipið á sig heilmik- ið brot með þeim afleiðingum að seglið á bak brotnaði og skipið fór á svarta kaf, lagðist al- veg á hliðina yfir kranahúsið. „Við vorum þarna nokkrir karlar úti á dekki þegar brotið gekk yf- ir, m.a. Stefán Aðalsteinsson frá Dalvík og hann sáum við í einni sviphendingu hverfa okkur sjónum. Okkur dauðbrá og héldum auðvitað að hann hefði farið fyrir borð, þannig að okkur Davíð Stefánsson skipverji á Björgúlfi EA 312 á Dalvík Eitthvað togar mann alltaf á sjóinn aftur Búi EA kominn að bryggju með góðan afla. „Okkur dauðbrá og héldum auðvitað að hann hefði farið fyrir borð, þannig að okkur var öllum mikið létt þegar við sáum allt í einu hönd koma upp úr kafinu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.