Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 20
20 var öllum mikið létt þegar við sáum allt í einu hönd koma upp úr kafinu. Þetta bjargaðist allt sem betur fer farsællega en eft- ir þetta var soðið í síðurnar á skipinu og það var betra á eftir. Teygðist allverulega á „skottúrnum“ Hann rifjar einnig upp þegar þriðja dóttir hans var á leið í heiminn og hann hafði beðið í landi eftir fæðingunni, enda reynt að vera viðstaddur fæð- ingu allra sinna dætra. Tvær vik- ur voru komnar fram yfir settan tíma þegar ákveðið var að skjótast í stuttan túr. „Þetta áttu bara að vera örfáir dagar og menn ákveðnir í að hún myndi enn um sinn láta bíða eftir sér. Svo gerist það í miðjum þess- um skottúr að áætlanir breyt- ast, við sigldum á miðin fyrir vestan og tókum til við að veiða og frysta í gáma fyrir siglingu. Það teygðist því all verulega á þessum túr og leikar fóru svo að dóttirin var orðin 11 daga gömul þegar ég loks kom í land,“ segir Davíð. Þannig hefur eitt og annað komið upp á þann tíma sem Davíð hefur ver- ið til sjós, en allt farið vel. Líflegt á loðnunni Næst á eftir Dalborgu lá leið Davíðs á Þórð Jónasson EA, sem var atkvæðamikill við loðnu- veiðar, en að auki var skipið að hluta á rækju, síld og fleiri teg- undum eftir árstíma. „Það var oft á þessum tíma frekar dauft yfir haustvertíðinni, við prófuð- um stundum að byrja í kringum mánaðamótin október nóvem- ber en það gekk ekki sem skyldi þannig að loðnuvertíðin hófst ekki að ráði fyrr en eitthvað var liðið á árið, komið fram í febrúar jafnvel. Við vorum þá á síld á haustin. Þetta var góður tími, margir skemmtilegir karakterar um borð og eftirminnilegir. Það var líka heilmikið um að vera, þetta voru líflegar veiðar, mikill afli og mörg skip að veiðum. Við lönduðum oftast á Seyðis- Davíð hefur komið sér upp skemmtilegu fiskabúri í bílskúrnum heima á Reynihólum á Dalvík þar sem hægt er að gleyma sér um stund við að horfa á litskrúðuga fiskana. Stefán Stefánsson faðir Davíðs átti lengi eikarbátinn Búa EA-100 og fór Davíð með honum í róðra að sumarlagi allt frá 12 ára aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.