Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 21

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 21
21 firði þar sem líflegt var um að litast á þessum árum, gjarnan löndunarbið sem menn nýttu til að rölta um bæinn og skoða sig um og hafa það notalegt,“ segir Davíð. Úthaldið var oftar en ekki í lengra lagi og Davíð meira og minna á sjó fyrir aust- an. Það á meðal annars við um veturinn 1995, sem var óvenju harður og snjóþungur í heima- bænum Dalvík. Þar var allt á kafi fram eftir vori. Davíð hafði einmitt haft á orði við Vilborgu þegar hann kom heim eftir langa fjarveru hversu fínn og góður veturinn hefði verið! 30 punda lax Inn á milli hefur Davíð verið ið- inn við að taka vorvertíðir og þá einkum gert út frá Bakkafirði eða Kópaskeri og kann slíkri út- gerð afar vel. Gjarnan fóru þeir feðgar saman og höfðu gaman af. Einhverju sinni lá Stefán faðir hans með gogginn út fyrir borðstokkinn og hamaðist við að ná einhverju úr netunum. Það var býsna mikið stöggl, enda kom í ljós þegar loks tókst að ná fiskinum um borð að þarna var kominn 30 punda lax. Hin síðari ár hefur Davíð ver- ið skipverji á Björgúlfi og er það í þriðja sinn sem hann ræður sig á skipið á ferlinum. Hann segist vera ánægður með veru sína á Björgúlfi enda valinn maðurinn í hverju rúmi um borð, skipstjórinn Kristján Sal- mannsson einstaklega góður, rólegur og yfirvegaður. „Björg- úlfur er alveg þokkalegt sjóskip í það heila, töluverður kork- tappi samt, þ.e. hann er ægi- lega snöggur að rétta sig við þannig að þegar það gengur yf- ir er hristingurinn mikill, en maður venst því með árunum,“ segir hann. Björgúlfur var smíð- aður hjá Slippstöðinni á Akur- eyri árið 1977, er því orðinn fer- tugur og segir Davíð hann barn síns tíma, m.a. hvað varðar að- búnað skipverja. Toppurinn að fara á sjó aftur Davíð lenti í slæmu óhappi á liðnu hausti þegar hann var að henda til kari um borð og klemmdist illa á vinstri hand- legg. Hann hefur átt í þeim meiðslum síðan og ekki að fullu útséð með hvernig fer. Enn er töluverð bólga í hendinni, en læknar segja að svo geti farið að það taki um eitt ár að jafna sig eftir þess konar meiðsl. „Ég vona svo sannarlega að ég nái að jafna mig nægilega vel svo að ég komist einhverja túra með nýja skipinu,“ segir Davíð sem kveðst vera frekar spenntur að sjá nýjan Björgúlf, en hann var væntanlegur til Dalvíkur þegar viðtalið var tekið nú í maí. „Það yrði alveg toppur- inn að fá tækifæri til að prófa þetta nýja og glæsilega skip.“ Stefán, faðir Davíðs, með 30 punda lax sem hann goggaði upp úr netum á einni vorvertíðinni við norðausturhorn landsins. Davíð ungur að árum og kominn á sjóinn með föður sínum. Skrúfupressur og stimpilpressur Lofthreinsibúnaður Loftkútar - Loftsíur Lofttengibúnaður Loftþurrkarar ■ Ýmsar stærðir og gerðir ■ Einstaklega hljóðlátar ■ Þýsk gæði Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.