Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 24

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 24
24 „Ég er hef rekið Gúmmísteyp- una síðan 1984 og hafði áður verið í kringum þessa starfsemi frá því að ég var 7-8 ára að fylgjast með afa sem setti þennan rekstur á fót árið 1953,“ segir Þorsteinn Lárus- son, eigandi Gúmmísteypu Þ. Lárussonar ehf. Þorsteinn segir að á sínum tíma hafi afi hans unnið á dekkjaverkstæði og þá oft þurft að redda mönnum um ýmsa hluti. Það hafi hann gert utan vinnutíma uppi á háalofti heima hjá sér og þá hafi móðir hans hjálpað til. „Þegar hitaveit- an var lögð í hverfi borgarinnar þurfti að þétta allar lagnir með gúmmíhringjum. Þá tók afi að sér að steypa þessa hringi sem skiptu einhverjum milljónum þegar upp var staðið. Ég man eftir því að mamma hafði það sem aukavinnu um tíma, með- fram því að annast okkur börn- in, að klippa niður gúmmi í þessa hringi.“ Færibandaþjónusta um allt land Þorsteinn segir að framan af hafi stór hluti verkefna fyrirtæk- isins tengst sjávarútvegi og við- gerðum á gúmmíblökkum sem notaðar voru við nótaveiði. Í dag sé nótin ekki notuð eins mikið og áður heldur hafi trollin tekið við og þeirra verkefnum þar með fækkað. Því hafi þau fært sig yfir í að vinna við og þjóna færiböndum sem meðal annars eru notuð af verktökum við malarvinnslu og í álverun- um. Þá flytur hann böndin inn og sker þau í þær stærðir sem henta hverju sinni og límir sam- an. „Við ferðumst mikið um og veitum færibandaþjónustu um allt land.“ Fyrirtæki sem eiga vel saman Nýlega stækkaði Þorsteinn við sig og keypti Reimaþjónustuna sem framleiðir færibönd fyrir matvælaiðnað. Þorsteinn segir að það henti vel að sameina þessi tvö fyrirtæki undir einu þaki þar sem að um skylda starfsemi sé að ræða. Að auki rekur Þorsteinn dekkjaverk- stæði að Gylfaflöt 3. Alls starfa í dag 9 manns í sameinuðu fyrirtæki og gerir Þorsteinn ráð fyrir að hann muni þurfa að bæta við sig ein- hverjum mannskap fljótlega. „Annars vinnum við hér tvö úr fjölskyldunni, ég og Berg lind dóttir mín og síðan hleypur konan undir bagga þegar mikið er að gera,“ segir Þorsteinn. Hann bætir því við að Berglind hafi tekið við af honum sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins og því sé hann kominn aftur á gólfið. Aðspurður hvort frekari verkefni séu í kortunum segir hann aldrei að vita. „Konan mín hefur ósjaldan á orði að það sé alltaf eitthvað nýtt að gerjast í Gúmmísteypunni,“ segir Þor- steinn Lárusson að lokum. Gúmmísteypan og Reima- þjónustan sameinast Það er samhent fjölskylda sem rekur Gúmmísteypuna. Hér er Þorsteinn ásamt Steinunni eiginkonu sinni og Berglindi sem nú er tekin við sem framkvæmdastjóri Gúmmísteypunnar. Þorsteinn fyrir höfuðstöðvar fyrirtækjanna við Gylfaflöt. Þ jón u sta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.