Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 32

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 32
32 „Það er góð tilfinning að koma heim með þetta nýja skip og mikil breyting frá gamla skip- inu,“ segir Sigþór Kjartansson, annar tveggja skipstjóra á frystitogaranum Sólbergi ÓF 1. Tvær áhafnir verða á skipinu, 34 manns í hvorri en skipstjóri á móti Sigþóri er Trausti Kristins- son. Þeir voru áður með frysti- togarann Mánaberg ÓF í eigu sömu útgerðar. Sigþór segir allan aðbúnað áhafnar gjörbreytingu frá því sem var í Mánaberginu. „Það skip var tæplega 68 metrar en Sólbergið er tæplega 80 metrar að lengd og 15,4 metra breitt. Stærðarmunurinn er því veru- legur á skipunum og ekki síst finnst munurinn í þessari miklu breidd sem er í Sólberginu. Bæði kemur hún fram í allri að- stöðu innan skips, auk heldur sem skipið verður stöðugra í sjó,“ segir Sigþór. Allur aflinn nýttur Líkt og fram kemur annars stað- ar í blaðinu er lýsis- og mjöl- vinnsla meðal nýjunga í Sól- berginu og raunar er aðeins einn frystitogari í íslenska flot- anum að keyra slíka vinnslu samhliða flakafrystingunni. Þetta þýðir að allur afli er nýttur til fulls til verðmætasköpunar. „Hér er því verið að horfa á mun meiri nýtingu á aflanum, sem er hið besta mál. Hér erum við með lýsisvinnslu, prótein- framleiðslu, getum unnið í flök til frystingar og skorið í bita. Í stuttu máli er skipið alveg gríð- arlegt stökk inn í framtíðina. Það er mjög góð tilfinning að taka þátt í því skrefi að fullnýta allan afla um borð, bæði út frá umhverfislegu sjónarmiði og því að gera sem mest verðmæti úr aflanum,“ segir Sigþór. Erfiðustu störfin hverfa Í Sólberginu eru svefnrými fyrir 38 en gert er ráð fyrir að í hvorri áhöfn verði 34. „Fjölgunin frá því sem við vorum áður með á Mánaberginu felst fyrst og fremst í vinnslunni á millidekk- inu. Það verður sama mönnun í vél, á togdekki og í brú en bræðsla, bitaskurður og ýmis- legt fleira kallar á fleiri menn í vinnsluna sjálfa,“ segir Sigþór en meðal fjölmargra tækni- breytinga sem fylgja Sólberg- inu er að allur afli er frágenginn á brettum á millidekki áður en þau fara í lest. Það þýðir að eng- in umstöflun er á fiskikössum við löndum, allar afurðir fara á brettunum beint í land. „Stóra byltingin felst í því að hér er búið að koma við sjálf- virkni við frystana, útsláttur úr frystipönnum er sjálfvirkur og menn þurfa ekki lyfta pönnum í fanginu. Það er gríðarlegur munur að losna við þessi erfiðu störf og má segja að hér sé komin nokkurs konar sjálfvirk flæðilína. Þetta hafa verið erfið störf sem er mjög jákvætt að verði nú vélræn.“ Skipstjórarnir í brúnni, Sigþór Kjartansson (t.v.) og Trausti Kristinsson. Myndir: Jóhann Ólafur Halldórsson. Sigþór Kjartansson, skipstjóri á Sólbergi ÓF 1 Sólbergið er risastökk inn í framtíðina N ý fisk isk ip
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.