Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 40

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 40
40 Íbúar Dalvíkurbyggðar hafa ríka ástæðu til að gleðjast þessa dag- ana. Nýr ísfisktogari Samherja hf., Björgúlfur EA 312, er kominn að bryggju eftir heimsiglingu frá Tyrklandi og á dögunum tilkynnti Samherji jafnframt fyrirætlanir sínar um byggingu nýs fiskvinnslu- húss við höfnina á Dalvík sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að verði fullkomnasta bolfiskvinnsla í heimi. Þessu til viðbótar eru að hefjast framkvæmdir við nýjan viðlegu- kant í Dalvíkurhöfn sem áætlað er að ljúki á næsta ári og munu þær kosta um hálfan milljarð króna. Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir íbúa byggðarlagsins sannarlega gleðjast við þessi tíðindi sem enn styrki sjávarútvegsbæinn Dalvík í sessi. „Hér eru allir glaðir með til- kynningu Samherja hf. um byggingu nýja fiskvinnsluhúss- ins og ég er virkilega stoltur fyr- ir hönd Dalvíkurbyggðar að ákvörðun skuli vera tekin um fjárfestingu í hátæknivæddri fiskvinnslu hér hjá okkur. Þetta er verkefni sem unnið verður af miklum metnaði af hálfu Sam- herja hf. og ánægjulegt að heyra um þær fyrirætlanir að ís- lensk iðnfyrirtæki hafi aðkomu að þeim tæknilausnum og tækjabúnaði sem í húsinu verða. Það skiptir miklu máli fyr- ir lítið byggðarlag eins og okkar að öflugt sjávarútvegsfyrirtæki, sem er með starfsemi víða um heim, skuli ákveða að efla sína starfsemi enn frekar á Dalvík. Samherji hefur verið meðal helstu máttarstólpa hér í byggðarlaginu um árabil, skap- að atvinnutækifæri og byggt upp sína starfsemi auk þess að styðja við fjölmörg verkefni í fé- lags- og mannlífinu. Oft mætti það að mínu mati njóta meira sannmælis í umræðunni,“ segir Bjarni. Milljarða fjárfesting í nýju skipi og nýrri landvinnslu Á kynningarfundi Samherja á Dalvík með starfsmönnum fyrir- tækisins og fulltrúum Dalvíkur- byggðar var tilkynnt um bygg- ingu nýju landvinnslunnar og sagði Þorsteinn Már Baldvins- son, forstjóri, að fjárfesting fyrir- tækisins í þessum tveimur verk- efnum á Dalvík, þ.e. vinnsluhús- inu og nýjum Björgúlfi EA nemi samanlagt 6 milljörðum króna. Þar af er landvinnslan rúmur helmingur eða um 3,5 milljarðar króna. Benti Þorsteinn á að fjár- festing Samherja hf. í veiðum og vinnslu á Eyjafjarðarsvæðinu nemi um 11 milljörðum króna á aðeins þremur árum. „Árangur okkar í vinnslunni hér er eftirtektarverður og ástæðan er fyrst og fremst starfsfólkið okkar sem hefur staðið sig frábærlega. Og í raun samfélagið allt því allir hafa vilj- að hag vinnslunnar sem mestan og staðið með fyrirtækinu í gegnum árin,“ sagði Þorsteinn Már ennfremur á fundinum. Hann sagði að með nýrri vinnslu myndu störfin breytast, þau yrðu fjölbreyttari og meira krefjandi en jafnframt auðveld- ari líkamlega. „Við ætlum að byggja hér fullkomnustu fiskvinnslu í heimi og okkur mun takast það með ykkar hjálp, ágætu starfsmenn. Í nýju vinnslunni munum við vinna áfram með íslenskum iðn- fyrirtækjum að því að þróa lausnir í matvælaiðnaði sem síð- an verða seldar innanlands og erlendis. Húsið verður viðmiðið sem íslensk fyrirtæki munu nota til að sýna tæknilausnir sínar og framleiðslu úti um allan heim. Þannig hefur íslenskur iðnaður þróast með íslenskum sjávarút- vegi og við njótum öll góðs af,“ Ný landvinnsla, nýr ísfisktogari og hafnarframkvæmdir á Dalvík „Hér eru allir glaðir í dag“ segir Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar Bjarni Th. Bjarnason, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Ný landvinnsla Samherja hf. verður á svæði við norðurgarð Dalvíkur- hafnar og er nú unnið að hönnun byggingarinnar. Við norðurgarðinn eru einnig að hefjast framkvæmdir við nýjan 120 metra viðlegukant sem verið hefur á áætlun um nokkurra ára skeið. F réttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.