Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 42

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 42
42 Bókin Fiskveiðar – fjölbreyttar áskoranir er nú að koma út á ís- lensku. Hún fjallar um fiskveiði- stjórnun víða um heim. Sumir halda að ís- lenska kvóta- kerfið við fiskveiði- stjórnun sé það besta í heimi, aðrir vilja breyta kerfinu og hefja uppboð á aflaheimild- um. Bókin er eftir færeyska sjávarútvegs- ráðgjafann Óla Samró og hefur Hjörtur Gíslason blaða- maður þýtt hana úr færeysku. Bókin verður kynnt í Grindavík, Reykjavík og Vestmannaeyjum um sjómannadagshelgina. Efni bókarinnar er kynnt með eftir- farandi hætti á kápu bókarinn- ar: „Misjafnt er milli landa hvaða hagsmunum sjávarút- vegurinn skal þjóna og hver það er sem á fiskinn í sjónum. Í Færeyjum segja lögin að fiskur- inn sé „... ogn Föroya fólks.“ Í Noregi segja þau „... ligg til fæl- lesskapet í Noreg“ og á Íslandi „... standi undir lífsafkomu og hagsæld þjóðarinnar.“ Í öllum löndum eru deilur milli þjóðfélagshópa. Áherslur stjórnmálamanna og atvinnu- lífsins eru mis- jafnar og miklar. Sumir telja að kvótakerfi sé besta lausnin, en aðrir telja fiski- dagakerfi betra. Deilt er um hvernig aflaheim- ildum skuli út- hlutað, eftir afla- reynslu eða þær boðnar út á al- mennum mark- aði. Ósamkomu- lag er um hvort útlendingar megi eiga fiskiskip og aflaheimildir eða ekki. Skoðanirnar eru margbreytilegar.“ Óli Samró er fæddur 9 janú- ar 1963. Hann er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskól- anum í Árósum 1989. Frá árinu 1991 hefur Óli veitt sjálfstæða ráðgjöf í sjávarútvegi í Færeyj- um og um allan heim. Hjörtur Gíslason er fæddur 1951. Hann hefur verið blaðamaður í 40 ár og lengst af skrifað um sjávar- útveg. Hann er ritstjóri vefsíð- unnar kvotinn.is sem Athygli ehf. heldur úti. Ný bók um fiskveiðistjórnun Höfundur bókarinnar, Óli Samró (t.h.) ásamt Hirti Gíslasyni sem þýddi bókina úr færeysku. Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N HDS 5/11 U/UX 110 bör 450 ltr/klst 1x230 volt Gufudælur Aflmiklir vinnuþjarkar HDS 10/20-4 M/MX 30-200 bör 500-1000 ltr/klst HDS 8/18-4 C/CX 30-180 bör 300-800 ltr/klst Með og án slönguhjóls F réttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.