Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 46

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 46
46 Hundrað ára afmæli Reykjavíkurhafnar í ár Fjöreggið sem stýrði vexti bæjarins Í ár eru 100 ár frá lokum dýrustu framkvæmdar Íslandssögunnar á þeim tíma. Byggingu Reykja- víkurhafnar lauk árið 1917 en þá höfðu framkvæmdir við þetta mikla mannvirki staðið í 4 ár. Fyrir þennan tíma var engin eiginleg höfn í Reykjavík, bara bátabryggjur og því gátu stærri skip ekki lagst að bryggju held- ur varð að selflytja fólk og varn- ing til og frá landi. Hliðhollur konungur Umræður um að koma upp hafnaraðstöðu í Reykjavík höfðu staðið í 60 ár en strönd- uðu alltaf á fjárskorti. Eins og nærri má geta var þetta dýrt verkefni og því þurfti að afla lánsfjár erlendis. „Páll Einarsson fyrsti borgarstjóri í Reykjavík fór til Danmerkur ásamt banka- stjórum Landsbanka og Íslands- banka til að útvega peninga í verkið en það gekk ekki vel. Danskir bankar neituðu að lána þar til talið er að kóngurinn sjálfur, Friðrik áttundi, hafi skor- ist í leikinn og beitt áhrifum sín- um til að útvega fé til verksins,“ segir Guðjón Friðriksson sagn- fræðingur en hann skráði sögu Faxaflóahafna sem kom út árið 2013. Guðjón segir að Friðrik áttundi hafi verið mjög vinveitt- ur Íslendingum eftir að hann kom til landsins 1907. „Það er svo merkilegt með Friðrik átt- unda, hann var ekkert sérlega hátt skrifaður í Danmörku en í þeim mun meiri metum hér uppi á Íslandi.“ Að sögn Guðjóns var það bæjarstjórn Reykjavíkur sem hafði forgöngu um þetta risa- vaxna verkefni en í henni sátu á þessum tíma öflugir einstakl- ingar eins og Tryggvi Gunnars- son bankastjóri sem Tryggva- gata var síðar kennd við. Hann bendir á að líklega hafi það flýtt fyrir að ráðist var í verkið að komin var hafskipabryggja á vegum Milljónafélagsins í Viðey og þá var Einar Benediktsson einnig kominn á fulla ferð að undirbúa höfn í Skerjafirði. Kaupmenn í Kvosinni óttuðust að ef hafnarstarfsemin færðist í Skerjafjörð myndi þungamiðja Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og höfundur Sögu Faxaflóahafna telur að stórbrotin áform Einars Bene- diktssonar um hafskipahöfn í Skerjafirði hafi orðið til að flýta fyrir gerð Reykjavíkurhafnar. Fyrir daga Reykjavíkurhafnar þurfti að selflytja bæði vörur og farþega til og frá skipum sem ekki gátu lagst að bryggjum í Reykjavík. Hér er verið að skipa upp skútufiski á Duusbryggju. (Mynd úr Sögu Faxaflóahafna). S a g a n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.