Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 48

Ægir - 01.04.2017, Blaðsíða 48
48 bæjarlífsins færast þangað líka og þá sætu þeir eftir með verð- litlar eignir. Tæknibylting Guðjón segir tvær stórar tækni- byltingar tengjast Reykjavíkur- höfn. „Sú fyrri var þegar fluttar voru til landsins stórar gufu- knúnar vélar sem skiluðu meiri afköstum en áður höfðu þekkst á Íslandi. Þar á meðal voru tvær eimlestir og járnbraut sem er sú eina sem starfrækt hefur verið hér á landi. Grjótnámið fyrir höfnina var í Öskjuhlíð og þangað voru lögð tvö járn- brautarspor, annað austan við bæinn og hitt vestan við bæinn sem mættust svo í Öskjuhlíð þaðan sem grjótið var flutt á 22 lestarvögnum niður á hafnar- svæðið. Þarna voru einnig gufu- knúnar vélskóflur og dýpkunar- skip auk loftbora sem aldrei höfðu sést áður hér á landi. Þetta var stórkostleg tæknibylt- ing á tímum þegar Íslendingar þekktu ekkert en skóflu og haka.“ Síðari tæknibyltinguna tengir Guðjón stórvirkum vinnuvélum, trukkum, krönum og lyfturum sem fylgdu Amer- íkönum hingað til lands á stríðsárunum. Sem fyrr segir var grjótið til hafnargerðarinnar sótt í Öskjuhlíðina en mölin sem til þurfti var að mestu tekin á Skólavörðuholti og þangað var líka lagt járbrautarspor. Guðjón segir að ásýnd Skóla- vörðuholtsins hafi breyst mikið þegar nánast allri möl var flett ofan af holtinu. Gróði og samfélagsleg áhrif „Það kom fljótlega í ljós að hafnargerðin var mikið gróða- fyrirtæki og umferð um Reykja- víkurhöfn varð miklu meiri en bjartsýnustu áætlanir höfðu gert ráð fyrir.“ Guðjón segir að í kjölfarið hafi nánast öll heild- verslun landsins flust til Reykja- víkur en áður hafði verið tals- verður innflutningur beint á hafnirnar úti á landi. Reykjavík varð umskipunarhöfn fyrir allt landið og þaðan var varningur- inn síðan fluttur með strand- ferðaskipum áfram. Hann segir þetta meðal annars hafa orðið til þess að verslun á Suðurlandi færðist á tímabili meira og minna til Reykjavíkur því ekki var aðstaða til að taka á móti vörum með jafn greiðum hætti við Suðurströndina. „Á þessum tíma voru bílar að ryðja sér til rúms og vegirnir að batna og þetta varð til þess að kaup- félögin á Suðurlandi fóru meira og minna á hausinn og það var ekki fyrr en með komu Kaup- félags Árnesinga 1930 að versl- un fór aftur að færast austur fyr- ir fjall.“ Hafnarbæturnar urðu líka til þess að á tímabili safnað- ist nánast öll togaraútgerð landsins til Reykjavíkur. Á tíma- bilinu á milli fyrri og síðari heimstyrjaldar voru þrír af hverjum fjórum togurum gerðir út frá Reykjavík og flestir hinna frá Hafnarfirði. Það var síðan ekki fyrr en ráðist var í hafnar- bætur víða um land eftir seinna stríð sem togurum fór að fjölga að ráði á landsbyggðinni. Guðjón segir að við ritun sögu Faxaflóahafna hafi lokist upp fyrir honum hvað hafnar- gerðin hafði mikil áhrif á þróun Reykjavíkur. „Það er ljóst að til- koma hafnarinnar hafði gríðar- leg áhrif og hún var það fjöregg sem átti hvað mestan þátt í því hvað Reykjavík óx hratt,“ segir Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur. Verkamenn í grjótnámi í Öskjuhlíð. (Mynd úr Sögu Faxaflóahafna). Önnur tveggja eimreiða sem drógu grjót-og malarflutningavagna úr Öskjuhlíð og Skólavörðuholti niður á hafnarsvæðið. (Mynd úr Sögu Faxaflóahafna). » Loftsíur » Smurolíusíur » Glussasíur » Eldsneytissíur » Kælivatnssíur Sími 567-2050 - Bíldshöfða 14 - 110 Reykjavík Viðgerða- og varahlutaþjónusta í yfir 30 ár Bætir ehf hefur í rúm 30 ár boðið uppá alhliða viðgerða- og varahlutaþjónustu fyrir breiðann hóp viðskiptavina. Við þjónustum og útvegum varahluti í flestar tegundir dísilvéla og höfum mikla reynslu í ZF og Twin Disc gírum. Bætir ehf hefur um árabil boðið uppá há gæða varahluti, frá framleiðendum á borð við IPD og Interstate Mcbee, sem henta m.a. í vélar frá: Caterpillar® Cummins® Detroit Diesel® Baldwin® hefur sérhæft sig í smur-, loft- og hráolíusíum Við bjóðum upp á Baldwin® síur í flestar gerðir þungavinnu- og sjóvéla á hagstæðum verðum. Gangráðar frá GAC Governors America Corp. (GAC) er í fremstu röð framleiðenda á rafrænum gangráðum og sam keyrslu- búnaði fyrir vélar. Við vinnum náið með GAC og sérsníðum lausnir að þörfum viðskiptavina okkar. Nöfn vélaframleiðenda eru hér aðeins til upplýsinga og eru vörumerkin eign hvers framleiðanda. Cat® og Caterpillar® eru skrásett vörumerki í eigu Caterpillar Inc. Cummins® er skrásett vörumerki í eigu Cummins Engine Company. Detroit Diesel® er skráett vörumerki í eigu Detroit Diesel Corporation. Túrbínur Bætir ehf. býður upp á viðgerðarþjónustu fyrir flestar gerðir túrbína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.