Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 6
6 Nánast í hverri viku birtast fréttir bæði hérlendis og erlendis sem lýsa áhyggjum af þróun umhverfismála, mengun og hlýnun jarðar með tilheyrandi afleiðingum sem birtast á fjölmörgum sviðum. Ný- legir atburðir á Grænlandi eru líkast til afleiðing hlýnunar jarðar og færa okkur heim sanninn um að bráðnun jökla geta fylgt stórat- burðir í náttúrunni. Hér á landi má þess líka sjá merki hvernig jöklar hafa hopað og bráðnað mörg undanfarin ár og vitanlega sést á jökl- unum hvað hraðast þegar breytingar verða á hitastigi yfir lengra tímabil. Umhverfismál skipta íslenskan sjávarútveg miklu máli – og jafn- vel kynnu margir að segja að þau skipti greinina öllu máli. Hlýnun sjávar framkallar breytingar í vistkerfinu, tegundir færa sig til milli hafsvæða og við sjáum dæmi um nýjar suðlægari tegundir á haf- svæðinu umhverfis landið. Þessum breytingum kunna að fylgja ým- is ný tækifæri og þarf ekki að efast um að íslenskur sjávarútvegur mun nýta sér þau. Mestu skiptir þó að við höldum þeirri umræðu stöðugt á lofti hversu mikil áhrif mengun getur haft á heimshöfin og þar með lífríkið. Meðvitund fólks virðist sem betur fer eilítið að aukast, samanber vakningu á þessu ári í hreinsun plasts úr höfun- um og umræðu um hvernig eiturefni sem berast í hafið geta skilað sér til baka með fiskinum í fæðu fólks. Við eigum ekki að óttast þessa umræðu heldur taka þátt í henni, benda á staðreyndir um okkar fiskimið um leið og við hvetjum til þess að þjóðir heims slíti ekki því handabandi sem virtist komið á síðustu ár. Forseti Banda- ríkjanna virðist með nokkuð hrollvekjandi hætti blása á allar rann- sóknir og vísbendingar um stöðu loftslagsmála. Náttúran á hans huga ekki að fá að njóta vafans. Því betur fer þar forseti sem hefur ekki heimsbyggðina með sér í þessum efnum en styrkur Bandaríkj- anna er slíkur að full ástæða er til að hafa áhyggjur engu að síður. Ekki hvað síst fyrir okkur Íslendinga og auðlindir okkar í höfunum. Við getum aldrei leyft okkur annað en láta hafsvæðin okkar og fiski- stofnana njóta vafans. Það höfum við sannreynt með takmörkun sóknar í stofnana. Nýlegar rannsóknir sýna nokkuð sterka stöðu allra helstu nytjastofna okkar en við þurfum sífellt að vera á verðin- um. Við þurfum líka að halda á lofti því sem er að gerast í sjávarút- vegi á Íslandi. Kvótakerfið sem slíkt er umtalsvert framlag til um- hverfismála þar sem það hefur aukið hagræði í sókn og það skilar minni útblæstri og olíueyðslu á bak við hvert kíló sem á land kemur. Nýju skipin sem eru að koma til landsins hvert af öðru eru gjörbylt- ing í orkunotkun frá þeim áratuga gömlu skipum sem á móti hverfa úr fiskiskipaflotanum. Fiskiskipahönnuðir hér á landi eru jafnvel byrjaðir að hanna skip sem alfarið eru knúin rafmagni. Miðað við alla tækniþróun þá er þess ekki langt að bíða að við sjáum slík skip í útgerð. Þetta og margt fleira sýnir að við erum að vinna okkar heimavinnu á ýmsum sviðum þó vissulega megi líka bæta sig á mörgum öðrum. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Umhverfismálin skipta máli R itstjórn a rp istilll Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit stjórn: Athygli ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Aug lýs ing ar: Augljós miðlun. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Hönnun & umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6100 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 10-11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.