Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 7

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 7
H u m a rv eiða r Minni veiði en humarinn stór „Veiðin er lakari en síðustu ár, en humarinn er mun stærri, gríðarlega stór. Við höfum aldr- ei verið að veiða eins stóran humar og í fyrra og í ár. Áhyggjuefnið er því nýliðunin en smáa humarinn vantar inn í veiðina,“ segir Ásgeir Gunnars- son, framkvæmdastjóri veiða og vinnslu hjá Skinney-Þinga- nesi í samtali við Ægi. „Þetta hefur verið frekar ró- legt undanfarið. Botninn datt úr þessu þegar leið á júní og verið dauft síðan. Fram að því var ágætis veiði. Við fluttum okkur á vestursvæðið um 20. maí og þá var veiðin farin að daprast hérna fyrir austan og við erum með öll skipin fyrir vestan núna, í kringum Eldeyna og í Jökul- dýpinu að mestu,“ segir Ásgeir. Skinney-Þinganes gerir nú þrjá báta út á humarveiðar, Þóri, Skinney og Þinganesið. Bátarnir hafa þá verið að landa í Grindavík og Reykjavík og er aflinn keyrður austur á Höfn. Um 40 til 50 manns eru í hum- arvinnslu hjá fyrirtækinu. „Við náum að halda uppi fullri vinnu í humrinum fjóra daga í viku og fyllum svo upp með bolfiski. Auk humarsins er Skinney- Þinganes svo með Steinunni á fiskitrolli og Vigur á línu í litla kerfinu. Mest af bolfiskinum er unnið í fiskvinnslu fyrirtækisins í Þorlákshöfn en við tökum af- fallið hingað.“ Traustir markaðir og mikil sala „Það eru fínustu markaðir fyrir humar, bæði bæði fyrir heilan humar úti á Spáni og innan- landsmarkaðurinn tekur orðið mikið af hölum. Salan gengur því mjög vel og humarinn er gríðarlega vinsæll hér á veit- ingastöðunum og við markaðs- setjum Höfn sem helsta humar- veiði- og vinnslustað landsins,“ segir Ásgeir. Samkvæmt aflastöðulista Fiskistofu í byrjun síðustu viku júnímánaðar var humaraflinn aðeins 229 tonn miðað við slit- inn humar. Leyfilegur heildarafli er 489 tonn og því voru á þess- um tímapunkti enn óveidd 260 tonn. Þá voru rúmir tveir mán- uðir eru til loka fiskveiðiársins. Af heildarkvóta þessa árs hafa 89 tonn verið flutt af síðasta fiskveiðiári, en þá náðist kvót- inn ekki. Fjórir aflahæstu bát- arnir eru Fróði ÁR með 36,8 tonn, Jón á Hofi ÁR með 36,6, Þórir SF 35,8 tonn og Þinganes SF 35 tonn. „Nýliðun hefur minnkað mikið frá 2005 og er í sögulegu lágmarki. Verði ekki breyting þar á má búast við áframhald- andi minnkun ráðlags afla hum- ars,“ segir í ráðleggingum Haf- rannsóknastofnunar um hæfi- legan humarafla á næsta ári. Stofnunin leggur til að leyfileg- ur afli verði minnkaður nokkuð. „Veiðidánartala hefur verið metin lág undanfarin ár og er undir skilgreindum gátmörkum (FMSY). Nýliðun hefur minnkað síðan 2005 og hefur aldrei verið metin eins lítil og nú. Viðmiðun- arstofn hefur minnkað hratt undanfarin ár og hefur ekki ver- ið lægri frá 1980. Hlutfall stór- humars er enn hátt en hefur minnkað frá 2009,“ segir enn- fremur í ráðleggingum Hafró. „Humarinn er gríðarlega vinsæll hér á veitingastöðunum og við markaðsetjum Höfn sem helsta humarveiði- og vinnslustað landsins,“ segir Ásgeir Gunnarsson hjá Skinney-Þinganesi. Humarvinnsla hjá Skinney-Þinganesi á Höfn. 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.