Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 14

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 14
14 Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Mikil og sýnileg áhrif „Fyrir þessi smærri þorp þar sem mest af okkar starfsemi er hefur uppbygging Arctic Fish haft mikil og sýnileg áhrif. Bein störf í kringum hana eru á sjötta tuginn og ætla má að annað eins af óbeinum störfum í tengslum við starfsemina hafi skapast. Það er staðreynd að íbúum á suðurfjörðum Vest- fjarða hefur fjölgað eftir að fisk- eldi hófst á svæðinu, eftir um- talsverða fækkun árin á undan. Atvinnuleysi er einnig minna en áður var,“ segir Sigurður. Með áframhaldandi uppbyggingu félagsins og enn þróttmeira starfi megi gera ráð fyrir að störfum fjölgi frá því sem nú er. Umhverfisstaðallinn mikilvægur Arctic Fish og dótturfélög þess náðu á liðnu ári að uppfylla hinn eftirsóknarverða umhverf- isstaðal, ASC; Aquaculture Stewardship Council og var fyrst íslenskra eldisfyrirtækja til að ná þeirri vottun. Sigurður segir að um sé að ræða vottun sem sé hliðstæð MSC staðli, sem er þekktasti umhverfis- staðallinn fyrir sjávarafurðir. Samtökin að baki ASC staðlin- um eru óháð og ekki rekin í hagnaðarskyni. „Við erum nú komin með staðal sem byggir á rekjanleika, allt frá eggi og fiski og inn á borð hins almenna neytenda, en að baki liggur að uppfylla þarf ströng umhverfis- skilyrði. Okkar eldisaðferðir og ósnortin náttúra Íslands gefa fyrirtækinu ákveðið forskot til að uppfylla þessi skilyrði. Enn sem komið er hafa ekki mörg fyrirtæki sem stunda laxfiska- eldi náð þessari vottun.“ Öflugt norskt fiskeldisfélag til liðs við Arctic Fish Síðastliðið haust gerðist norska félagið Norway Royal Salmon, NRS hluthafi í Arctic Fish og segir Sigurður það mikila viður- kenningu fyrir félagið. Fiskeldi sé í eðli sínu mjög fjárbindandi, einkum meðan á uppbyggingu stendur. Það hafi því verið mik- ilvægt að fá hina norsku kollega inn í félagið. „Við höfðum verið að leita samstarfsfélaga, aðal- lega hér innanlands þegar þeir hjá NRS höfðu samband við okkur að fyrra bragði síðasta sumar,“ segir hann, en ekki hvað síst er mikilvægt að fá inn í félagið þá reynslu og þekk- ingu sem Norðmenn búa yfir í þessum iðnaði, einkum í Norð- ur-Noregi. NRS á nú helming hlutafjár í Arctic Fish en þeir Seiðaeldisstöð Arctic Fish er við Tálknafjörð og þar hefur á liðnum misserum verið unnið að endurbótum og stækkun.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.