Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 27

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 27
27 Naust Marine óskar eigendum og áhöfn á Akurey til hamingju með nýtt og glæsilegt skip Miðhella 4 | 221 Hafnarfjörður | www.naust.is vinnuaðstæðum fyrir áhöfn og síðast en ekki síst sparast orka þegar skipið klýfur ölduna með betri hætti en áður. Vissulega eru margir þættir nokkuð hefðbundnir í hönnun innan skips en veigamesta breytingin hvað togarana þrjá hjá HB Granda varðar er búnað- ur á vinnsluþilfari og sjálfvirkur búnaður í lest. Lestin er með öðrum orðum mannlaus þar sem gengið er frá afla í ker á vinnsluþilfari og ganga þau síð- an með vélrænum hætti niður í lest. Ekki aðeins hverfa við þetta erfið störf um borð held- ur er jafnframt um að ræða störf þar sem slysatíðni hefur verið talsverð. Þetta eru fyrstu ísfisktogararnir í heiminum sem eru með útfærslu af þessu tagi. Íslenskt hugvit í vinnslukerfi En það er ekki aðeins að lestin í togurunum sé mannlaus heldur er hún einnig íslaus. Í skipunum er búnaður á vinnsluþilfari frá Skaganum 3X á Akranesi þar sem allur fiskur fer í gegnum tegunda og stærðargreiningu og síðan í blóðgunar og kæl- ingarferli þar sem aflinn er í þrepum undirkældur. Við enda vinnsluferilsins eru áðurnefndar vinnustöðvar þar sem 300 kg skammti af fullkældum fiski er raðað í kör sem síðan fara í lest- ina og er það í raun kælikerfið í lestinn sem viðheldur þeirri kælingu sem búið er að ná á fiskinn. Kerfið er þróað af Skag- anum 3X í samstarfi við starfs- menn HB Granda en lestar- og vinnslukerfið er smíðað af Skag- Millidekkið þar sem nú er byrjað að koma fyrir vinnslubúnaðinum. Fjær sér í fiskmóttökuna. Allar vistarverur skipsins eru vandaðar og smekklega frá öllu gengið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.