Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 28

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 28
28 Óskum HB Granda og áhöfn Akureyjar AK 10 til hamingju með nýtt og glæsilegt skip. – Veiðarfæri eru okkar fag anum 3X en Kælismiðjan Frost ehf. hafði með höndum kæli- búnaðinn sjálfan. Segja má að lestin í skipunum sé nokkurs konar lagerbúr þar sem fiskiker eru í fimm kara stæðum og eru þannig hífð í einni samstæðu upp á bryggju þegar landað er úr skipunum. Í lestina komast 635 kör, sem svarar til rösklega 190 tonna fiskafla. Orkunýting eins og best verður Togvindukerfi í Akurey AK og hinum tveimur nýju ísfisktogur- um HB Granda eru knúin raf- magni og er stjórnbúnaður vindukerfisins frá Naust Marine hf. Umsjón með málningu skipsins hafði Sérefni ehf., afla- nemakerfi er frá Marport og í brú skipsins er að finna nýjustu og bestu tækni hvað varðar fiskileitar- og siglingatækni. Á skjávegg geta skipstjórnendur unnið með forritsmyndir eftir þörfum en þessi búnaður kem- ur frá Brimrún ehf. Eitt af áhugaverðum kerfum í skipinu er orkunýtingarkerfi sem er búnaður sem metur með sjálfvirkum hætti upplýs- ingar um siglingarhraða, tog- spil og álag á skipinu og reiknar út aflstjórn vélbúnaðar út frá þeim forsendum þannig að hagstæðasta orkunýting fáist hverju sinni. Þannig stýrir kerfið sjálfvirkt snúningshraða á skrúfu, skurði skrúfublaða snúningshraða á vél og fleiri þáttum. Strax að lokinni móttöku Ak- ureyjar AK var hafist handa við að setja niður búnað á milli- dekk skipsins og í lest. Gert er ráð fyrir að það verk standi næstu mánuði og í haust haldi skipið í prufutúr en sú reynsla sem hefur fengist í þróun og uppsetningu búnaðarins í Eng- ey RE mun koma að góðum notum í Akurey AK og væntan- lega verður því uppsetningar- ferillinn nokkuð styttri. Engey RE fór í prufutúr í júní og í fram- haldi af því var haldið áfram lokastillingum og lagfæringum áður en skipið hélt í sína fyrstu formlegu veiðiferð nú undir lok júní. Fimmtán verða í áhöfn Akur- eyjar AK og kemur skipið í stað Haraldar Böðvarssonar AK. Skipstjóri er Eiríkur Jónsson og Magnús Viðar Kristjánsson er fyrsti stýrimaður. Siguróli Sig- urðsson er yfirvélstjóri. Gleðidagur í útgerðarsögunni. Frá hægri: Vilhjálmur Vilhjálmsson, for- stjóri HB Granda, Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, sem flutti ræðu við móttöku skipsins og Eiríkur Jónsson, skipstjóri.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.