Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 30

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 30
30 N ý tt fisk isk ip Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Ak- urey AK 10 kann vart nógu mörg lýsingarorð til að lýsa ánægju sinni með skipið á heimleiðinni frá Tyrklandi. Hann hefur þó í mikinn reynslu- brunn að sækja til samanburð- ar, hefur verið sjómaður frá 15 ára aldri og mörg undanfarin ár stýrimaður og skipstjóri. Hann er ekki í nokkrum vafa um að hin nýja Akurey komi til með að fara vel með áhafnarmeðlimi þegar haldið verður til veiða síðar á árinu. „Þetta er í alla staði frábært skip – ég get ekki haft nein önnur orð um það. Skipið er ekki líkt neinu sem ég hef áður kynnst á sjó. Á heimleiðinni vor- um við um tíma með 20 metra vind á síðuna og þá rétt rugg- aði skipið þrjár gráður á hvort borð. Ölduhæðin var þrír metr- ar og ég prófaði að keyra upp í veðrið og þó að ég keyrði á yfir 11 mílum í ölduna þá fékk ég ekki einn dropa upp á glugga á brúnni. Og strákarnir sem voru að þrífa niðri á dekki urðu ekki einu sinni varir við það að ég væri farinn að keyra á móti. Skipið hreyfist einfaldlega ekk- ert í sjó. Það væri alveg heims- met ef einhver yrði sjóveikur í svona skipi, ég held að það sé bara ekki hægt,“ segir Eiríkur en heimsiglingin frá Celictrans skipasmíðastöðinni í Tyrklandi tók um hálfan mánuð, lengst- um þó í góðu veðri. Hljóðlátt skip sem fer vel með áhöfnina Eiríkur hefur frá árinu 2009 ver- ið skipstjóri á Sturlaugi H. Böðv- arssyni AK en áður var hann stýrimaður á Sturlaugi um sjö ára skeið. Fyrr hafði hann verið á ýmsum skipum á Akranesi, s.s. Víkingi AK og Höfrungi II AK. Áhöfnin á Sturlaugi færir sig yfir á Akurey AK þegar þar að kem- ur en Eíríkur segir ólíku saman að jafna þegar horft er á þessi tvö skip. „Það má eiginlega segja að það eina sem þau eiga sameig- inlegt sé að þetta eru togarar. Aðbúnaður hér í Akurey er mjög ólíkur fyrir áhöfnina. Við verðum 15 í áhöfn og hér eru allir með sinn klefa með sér baðherbergi og allar vistarver- ur, borðsalur, setustofa og eld- hús eru fyrsta flokks. Eitt af því sem við tökum strax eftir er hversu hljóðlátt skipið er. Það er varla að ég viti af því þegar vél- in er á fullum snúningi enda geta tveir menn talað saman við hliðina á henni þó þó hún sé á 500 snúningum! Að draga úr hávaðanum um borð er mjög stórt atriði fyrir áhöfnina og hér uppi í brúnni er t.d. búið að fjarlægja allar tölvur og koma þeim fyrir niðri í sérstöku kældu og hljóðeinangruðu tækjarými. Við höfum því bara hljóðláta skjái í brúnni en eng- an hávaða frá tölvum,“ segir Ei- ríkur. Spennandi tími framundan Skipstjórinn vonast til að halda til veiða snemma hausts þegar búið verður að setja niður vinnslubúnað á millidekk og lestarkerfi. Hann gerir ráð fyrir áþekkum veiðiskap og á Stur- laugi. „Við höfum verið að fiska þorsk, ufsa og karfa síðustu ár. Það er breytilegt eftir árstímum hvert við sækjum á miðin en yf- irleitt eru þetta að hámarki um fimm sólarhringa veiðiferðir. Við færum okkur bara eftir því hvernig fiskast og eftir hverju er verið að leita í hverjum túr fyrir sig. Þetta verður mjög spenn- andi tími framundan og mér finnst ég lánsamur að fá að taka þátt í að koma með þetta glæsi- lega skip til heimahafnar á Akranesi stýra því síðan til veiða,“ segir Eiríkur. Akurey er ólík öllu sem ég hef kynnst á sjó segir Eiríkur Jónsson skipstjóri Eiríkur Jónsson hefur verið skipstjóri á Sturlaugi H. Böðvarsyni AK mörg undanfarin ár og tekur nú við Akur- ey AK. Það er vítt til veggja og öllum tækjabúnaði í brú skipsins haganlega fyrir komið.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.