Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 38

Ægir - 01.06.2017, Blaðsíða 38
38 K rossg á ta F réttir Á aðalfundi Síldarvinnslunnar nú í júní kom fram að áformað er að endurnýja allan ísfisktog- araflota fyrirtækisins á næstu árum. Skipin sem hér um ræðir eru Barði NK, Gullver NS, Vest- mannaey VE og Bergey VE. Togararnir Barði og Gullver eru gerðir út af Síldarvinnslunni en Vestmannaey og Bergey eru gerðir út af dótturfélaginu Bergur-Huginn. Barði NK var smíðaður árið 1989, Gullver árið 1983, en Vestmannaey og Ber- gey árið 2007. Þegar er hafinn undirbún- ingur að þessu umfangsmikla verkefni og reyndar hófst hann á síðasta ári að sögn Gunnþórs B. Ingvasonar framkvæmda- stjóra í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar. „Sem liður í þessari endur- nýjun var Bjartur NK seldur á síðasta ári til Íran og um þessar mundir er unnið að sölu á Barða NK til Rússlands. Blængur NK, áður Freri RE, hefur verið endurbyggður sem öflugur frystitogari og var hann tekinn í notkun fyrr á þessu ári. Hvað varðar söluna á Barða þá mun myndast eitthvað tómarúm frá sölunni og þar til nýtt skip kem- ur og verður leitast við að bjóða sjómönnunum sem lenda í slíku millibilsástandi störf á öðr- um skipum félagsins eða í landi auk þess sem aðrar lausnir verða skoðaðar. Endurnýjun skipa eins og hér um ræðir er stór ákvörðun en stefnan er skýr; fyrirtækið vill vera í fremstu röð hvað varðar hagkvæmni í rekstri, með- höndlun afla og starfsumhverfi sjómanna. Þetta er metnaðar- fullt og ögrandi verkefni sem felur í sér stórt framfaraskref,“ sagði Gunnþór. SVN endurnýjar allan ísfisktogaraflota sinn Ísfisktogarinn Barði NK er einn af fjórum togurum Síldarvinnslunnar sem fyrirtækið hyggst endurnýja á komandi árum. Unnið er að sölu skipsins til Rússlands.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.