Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 8

Ægir - 01.09.2017, Blaðsíða 8
8 Nútíma hafrannsóknir verða ekki stundaðar án öflugra og sérútbúinna hafrannsókna- skipa sem henta hinum aðkall- andi og fjölbreyttu verkefnum sem þar um ræðir. Til þess að efla rannsóknir hvað varðar sjálfbæra nýtingu sjávarauð- linda á tímum loftslagsbreyt- inga og til að halda stöðu sinni sem fiskveiðiþjóðir hafa Norð- urlöndin á undanförnum árum unnið markvisst að endurnýjun rannsóknaskipa sinna (sjá töflu). Hvað Ísland snertir hafa stjórnendur Hafrannsókna- stofnunar margsinnis s.l. ára- tug vakið athygli á mikilvægi þess að endurnýja rannsókna- skipið Bjarna Sæmundsson sem nú er að verða 50 ára gamalt. Lítið hefur hins vegar þokast í þeim efnum. Hér er fjallað um nýlega endurnýjun á rann- sóknaskipum hjá frændþjóðum okkar og síðan vikið að mikil- vægi þess að ákveðið verði hvernig málum skuli háttað í þessum efnum hvað íslenskar hafrannsóknir varðar. Danir Á árinu 2016 tók Danska haf- rannsóknastofnunin í notkun nýtt 17 metra rannsókna- og kennsluskip sem nefnt var Hav- fisken (1. mynd). Um er að ræða fiskiskip innréttað og útbúið til rannsókna og vöktunar á grunnsævi. Lestarrými gegnir hlutverki rannsóknastofu, mat- salar og eldhúss og skipið er búið togvindum, A-gálga, krana og nokkrum vindum sem tengj- ast vinnu með hin ýmsu vís- indatæki. Svefnaðstaða er fyrir 8 manns og í kennsluferðum er rúm fyrir allt að 12 nemendur. Um nokkurt skeið hefur einnig á vegum dönsku haf- rannsóknastofnunarinnar verið unnið að þarfagreiningu og hönnun á nýju rannsóknaskipi sem ætlunin er að komi í stað núverandi stærsta skips stofn- unarinnar (Dana, 78 m, byggt 1981). Enn sem komið er hefur hins vegar ekkert verið ákveðið með það hvenær til smíði kunni að koma. Nafn Heimaland Rekstraraðili Lengd/breidd (m) Tekið í notkun Havfisken Danmörk Danska hafrannsóknastofnunin 17/6 2016 Skagerak Svíþjóð Háskólinn í Gautaborg 49/11 2017 Kristine Bonnevie Noregur Norska hafrannsóknastofnunin 57/12 1993, endurbætt 2017 Dr. Fridtjof Nansen Noregur Norska Þróunarsamvinnustofnunin, 75/17 2017 Norska hafrannsóknastofnunin Kronprins Haakon Noregur Norska heimskautastofnunin, 100/21 2017 Norska hafrannsóknastofnunin Ónefnt Svíþjóð Sænski landbúnaðarháskólinn, 69/16 2019 Sænska veður- og vatnafræðistofnunin Aranda Finnland Finnska umhverfistofnunin 59/14 1989, endurbætt 2017 Magnús Heinason Færeyjar Færeyska hafrannsóknastofnunin 54/13 2020 Frændþjóðir endurnýja rannsóknaskipin en hvað með okkur? H a fra n n sók n ir 1. mynd. Havfisken, nýtt rannsóknaskip Dana sem tekið var í notkun 2016. Ljósm. DTU Aqua. 2. mynd. Magnus Heinason, nýtt rannsóknaskip Færeyinga sem er í smíðum. Teikning MEST/Havstovan. Helstu endurbætur og nýbyggingar á rannsóknaskipum Norðurlandaþjóðanna á undanförnum árum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.